20.6.05

Frísk frísk frísk

Í gær fékk ég rós! Það gerist sko ekki á hverjum degi og ekki á hverju ári að ég fái rós. Og ekki vissi ég að rósir hefðu lækningamátt en svo virðist vera því ég varð frísk við að fá þessa rós.

Það er alltaf eitthvað og núna eru það tölvur. Heima hjá mér, á litlu borði sem hugsað er til að skrifa við og gera heimadæmi, eru núna 3 skjáir, 3 lyklaborð, reyndar bara tvær tölvur en fleiri tölvu-accessories en ég get talið hvað þá nefnt. Alveg crazy. En ég er að byrja í yoga. Það er það besta sem ég veit. Þá læri ég að sjá ekki snúrur og tölvuhluti. Mmm.

Comments:
Hæ,

I know! Yoga er það besta í heimi. Sérstaklega fyrir nútímakonur eins og mig og þig:) Gott að heyra að þér er batnað. Rós getur gert ótrúlega hluti,

kiss, Svava
P.s. Takk fyrir að hringja um daginn. Ótrúlega hugulsamt hjá þér :)
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?