24.6.05

Engar ýkjur hér

Þar sem ég var að ganga í skólann áðan sá ég tvo litla íkorna að leika sér. Það er nú daglegt brauð og ég kippi mér ekki upp við það. En illa leist mér á blikuna þegar þeir tóku á rás Á mig, og annar skaust á milli lappanna minna þar sem ég var að ganga. Þeir hlaupa svaka hratt þessir íkornar, og skjótast upp tré eins og ekkert sé. Ég var bara dauðfegin því að þeir héldu ekki að ég væri tré. Þetta var scary situasjón.

Annars er ég að reyna að forrita í Matlab núna. Ég hélt að eitt væri komið alveg pottþétt en núna virkar það ekki bofs sem er súrt því ég get ekki séð annað en þetta ætti að virka geðveikt vel. En Matlab tekur sig vel út á nýju tölvunnu, og ég líka, sem er náttúrulega aðalatriðið.

Comments:
hæ hæ... mig langar bara að segja þér hvað sé gaman að finna fellow mac notanda :) Svo margir hér á Fróni sem halda að þetta sé einhver vitleysa en við kúlgellurnar kunnum sko á að vera með aðalgræjurnar!
Komið þið eitthvað heim í sumar?
Vala
 
Hæ félagi Vala! Nei við komum ekkert heim í sumar held ég. Það er svo mikið að gera hjá okkur og síðan fáum við líka góða gesti. Það er líka mjög notalegt hérna í Chicago, hlýtt og svona.
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?