14.4.05

Tillitsamir þjofar

Í dag komu ræningjar inn í bygginguna okkar, inn í skrifstofuna mína og stálu kredit kortunum mínum og peningum. Beint fyrir framan nefið á mér. En ég var of niðursokkin að útskýra gróðurhúsaáhrifin fyrir nokkrum krökkum að ég sá þá ekki. Sem betur fer áttaði Olga sig á hvað var að gerast og náði bjarga tölvunum okkar (Carey Bradshaw tölvunni minni! -og nýju tölvunni hennar) sem var hrikalega gott. Og þeir voru svo hugulsamir að taka bara reiðuféið mitt og 2 kreditkort (í Ameríku er maður ekki maður með mönnum nema maður eigi minnst 4 kort) (og ég átti einmitt 4). Ekki fína Hello Kitty veskið né ökuskírteini, stúdentaskírteini né sundkortið góða með ýmsum leyninúmerum, sem enginn myndi hvort er eð skilja, en ég alveg ónýt manneskja án.

Það var nú líka frekar fyndið að hringja í kretitkortafyrirtækin og reyna að loka kortunum. Þau voru bara, "jább, flott, búið að loka kortinu, eitthvað annað sem ég get gert fyrir þig?" Ég alveg skjálfandi á beinunum en daglegt brauð fyrir þetta fólk.

En þegar allt kom til alls þá er ég svo fegin að þeir tóku ekki dót sem var einhvers virði fyrir mig að ég er alveg himinlifandi með þetta rán. En hvað þetta er eitthvað furðulegur raunveruleiki sem við búum í.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?