30.4.05
Á puttanum í grænu milluna
Frumsýning myndarinnar "The hitchhikers guide to the galaxy" var í gær hérna í Chicago. Við Óli erum svona kúl fólk sem förum á frumsýningar þannig að við fórum náttúrulega í bíó í gær að sjá þessa mynd.
Emily kollegi minn skipulagði reyndar þessa bíó ferð. Við Óli höfðum aldrei vitað af þessu annars, við erum svona út á þekju fólk þegar kemur að umheiminum, en samt kúl... Hún bauð öllum sem vildu að koma í fyrir-party til sín og bauð upp á kynstrin öll af glærum drykkjum. Ég mæli ekkert sérstaklega með því að fara í bíó eftir nokkra tvöfalda gin og tónik, jafnvel þó það sé Bombay.
Eftir myndina kíktum við á Grænu Milluna. Það er með elstu jazz klúbbum í Chicago. Þar kunni Al Capone vel við sig og þar kunni ég vel við mig. Mjög huggulegur staður. Ljósakrónurnar eru úr við. Sem er fyndið því ljós kemst ekki auðveldlega í gegnum við en þær eru mjög tignarlegar. Það er samt frekar dimmt þar inni. Kannski það sé til þess að maður getur gert skuggalega samninga án þess að neinn taki eftir því.
Í kvöld er okkur boðið í mat til Young Jins (borið fram young gin!!) og Söru. Loksins. Við erum búin að bjóða þeim tvisvar! Young Jin sagðist ætla að búa til bestu grænmetisrétti sem ég hef á ævinni smakkað. Mig hlakkar svaka til. Þau eru líka vínáhugafólk (alveg eins og við) og eru alltaf með svakalega góð vín í fórum sínum.
Emily kollegi minn skipulagði reyndar þessa bíó ferð. Við Óli höfðum aldrei vitað af þessu annars, við erum svona út á þekju fólk þegar kemur að umheiminum, en samt kúl... Hún bauð öllum sem vildu að koma í fyrir-party til sín og bauð upp á kynstrin öll af glærum drykkjum. Ég mæli ekkert sérstaklega með því að fara í bíó eftir nokkra tvöfalda gin og tónik, jafnvel þó það sé Bombay.
Eftir myndina kíktum við á Grænu Milluna. Það er með elstu jazz klúbbum í Chicago. Þar kunni Al Capone vel við sig og þar kunni ég vel við mig. Mjög huggulegur staður. Ljósakrónurnar eru úr við. Sem er fyndið því ljós kemst ekki auðveldlega í gegnum við en þær eru mjög tignarlegar. Það er samt frekar dimmt þar inni. Kannski það sé til þess að maður getur gert skuggalega samninga án þess að neinn taki eftir því.
Í kvöld er okkur boðið í mat til Young Jins (borið fram young gin!!) og Söru. Loksins. Við erum búin að bjóða þeim tvisvar! Young Jin sagðist ætla að búa til bestu grænmetisrétti sem ég hef á ævinni smakkað. Mig hlakkar svaka til. Þau eru líka vínáhugafólk (alveg eins og við) og eru alltaf með svakalega góð vín í fórum sínum.