19.4.05

Opinbert fólk?

Það er eitt sem ég skil ekki alveg og það er í sambandi við opinberar stöður. Er það ekki fólk sem vinnur í þeim eða hvað er eiginlega í gangi?

Málið er það að ég fékk sekt fyrir að leggja "ólöglega". "Götusópun" átti að taka sér stað þar sem ég lagði á tilteknum tíma en ég hafði ekki áttað mig á því.

Þetta er algengt vandamál hjá bíleigendum og kostar meðalbíleiganda um $50 - $100 á ári. Það sem maður getur hinsvegar gert er að mótmæla og þá eru líkur á því að maður sleppi við að greiða sektina. Nú eru reyndir menn búnir að komast að því að ef maður orðar mótmælenda bréfið á ákveðinn máta þá eru miklar líkur á því að það sé tekið til greina.

Ég er einmitt komin með svona bréf í hendurnar og það er vægast sagt fáránlegt. Orðalag er skrítið, nokkur skrítin orð eru notuð aftur og aftur. Þegar maður les það grettir maður sig og hnyklar brúnirnar. Það gefur til kynna að það sé ekki fólk heldur geimverur sem spá í svona mótmælenda-bréfum. Þetta er mjög einkennilegt mál. Ég skil það ekki.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?