11.4.05

Kína

Kína er að mínu mati með merkilegri löndum. Fólksfjöldinn er útí hött. Fólksfjölgun er í góðum málum. Stjórnarfarið á sér enga hliðstæðu en gengur upp en virðist ganga upp og efnahagurinn á blússandi siglingu. Eftir að Yangtze áin flæddi yfir bakka sína sumarið 1998, svipti þúsundir manna lífið og olli heilmiklu tjóni gaf rískistjórnin út yfirlýsingu um að hætt yrði að höggva tré á svæðum þar sem áin fer í gegn. Skógarhöggsmenn urðu að gróðursetningamönnum. Öxum var lagt og skóflur mundaðar. Kína varð þar með með fyrri þróunarríkjum til að átta sig opinberlega á því að lifandi tré er meira virði en hoggið tré.

Ástæðan fyrir því að ég fór að skrifa blogg um Kína er að ég sá bloggið hjá þessum íslenska/kínverska strák sem mér fannst svaka gaman að lesa.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?