10.4.05
Jazz jazz jazz
Sunnudagar eru languppáhalds dagarnir mínir. Og þessi sunnudagur er með þeim betri sem ég man eftir. Við Óli fórum saman að klifra lengst upp í suburb. Það var hlýtt í veðri og sólin skein. Ég var með smá bakþanka yfir að vera að fara inn í þessari blíðu en þeir hurfu nú alveg um leið og við byrjuðum að klifra. Ég hef bara sjaldan átt svona góðan dag. Endaði með því að klifra skemmtilegustu innibraut sem ég hef nokkurn tíman klifrað. Og hún var 5.11+ Hún var svo skemmtileg að það var fáránlegt. Ég fékk klifur-fullnægjingu. Og ég hélt ekki að það væri til. Svakaleg upplifun.
Síðan komum við heim í HP og fórum á tónleika með Ahmed Jamal. Hann er snillingur eins og flestir sem við sjáum á tónleikum. Þegar hann var þriggja var hann eitthvað að fíflast meðan frændi hans var að spila á píanó. Frændinn segir honum að koma og herma eftir sér og Ahmed litli sem aldrei hafði snert píanó spilaði nákvæmlega lagstubbinn sem frændinn spilaði. Eitt af því sem er gaman við að sjá jazz tónleika er að tónlistamennirnir hafa yfirleitt svo geðveikt gaman að því að vera að spila. Þeir hlæja og djóka sín á milli og sérstaklega Ahmed Jamal spilaði svo áreynslulaust að það leit út fyrir að hann væri að drekka vatn en ekki spila á píanó fyrir mörg hundruð manns. Hann er 75 ára og sprækari mann hef ég varla séð. Hann var alltaf að standa upp meðan hann var að spila. Hann stóð upp og hætti að spila, síðan byrjaði hann að slá á nokkrar nótur og dilla sér og síðan settist hann aftur niður. Það var svakalega skemmtilegt að sjá þennan mikla tónlistamann.
Síðan komum við heim í HP og fórum á tónleika með Ahmed Jamal. Hann er snillingur eins og flestir sem við sjáum á tónleikum. Þegar hann var þriggja var hann eitthvað að fíflast meðan frændi hans var að spila á píanó. Frændinn segir honum að koma og herma eftir sér og Ahmed litli sem aldrei hafði snert píanó spilaði nákvæmlega lagstubbinn sem frændinn spilaði. Eitt af því sem er gaman við að sjá jazz tónleika er að tónlistamennirnir hafa yfirleitt svo geðveikt gaman að því að vera að spila. Þeir hlæja og djóka sín á milli og sérstaklega Ahmed Jamal spilaði svo áreynslulaust að það leit út fyrir að hann væri að drekka vatn en ekki spila á píanó fyrir mörg hundruð manns. Hann er 75 ára og sprækari mann hef ég varla séð. Hann var alltaf að standa upp meðan hann var að spila. Hann stóð upp og hætti að spila, síðan byrjaði hann að slá á nokkrar nótur og dilla sér og síðan settist hann aftur niður. Það var svakalega skemmtilegt að sjá þennan mikla tónlistamann.