11.4.05

Það er skorkvikindi í húsinu

Margfætla sem er um 5cm á lengd með lappir um 2cm á lengd er hérna á veggnum heima hjá mér, hérna rétt við hliðiná mér, og ég er alveg róleg í sambandi við það. Eða þannig. Innan í mér er allt í rugli en útá við er ég róleg. Í gömlu íbúðinni voru kakkalakkar en í þessari nýju eru margfætlur.

Leila vinkona mín og lífsvinur er búin að sannfæra mig um að það sé gott í mörgum mismunandi skilningum að bjóða margfætlum að deila húsakynnunum sínum. Í fyrsta lagi borða þær moskítóflugur í hvert mál og síðan koma þær með lukku á heimilið. Þar að auki gera þær mannfólkinu ekki neitt. Ég verð að viðurkenna að ég kann mun betur við margfætlur heldur en kakkalakka. Það versta sem ég get hugsað mér að framtíðin beri í skaut sér er að kakkalakkar verði ráðandi á þessari plánetu. Og mér finnst það satt að segja ekki svo ólíklegt.

Jæja, þá er margfætlan skriðin inn í einhverja sprungu. Ég vona bara að hún endi ekki í rúminu... Æ æ, maður á bara ekki að hugsa um margfætlur í meira en 7 sekúndur samfleitt. Verð að æfa mig í occlumency. Leyfa ekki hugsunum um skordýr að laumast inn.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?