16.4.05
Ekki-hversdagslegt
Í gær var ég í Hyde-Park-Produce að kaupa tofu. (Tofu æði er í gangi.) Og þegar ég ætlaði að fara að borga var ég búin að gleyma því að ég hafði verið rænd og var ekki með neina peninga. Ég stóð alveg vandræðaleg og spurði sæta mexíkanann hvort þeir tæku GAP-kort. Hann bara hristi höfuðið. Ég fékk samt að taka matarföngin án þess að borga.
Í dag er Óli í dagsferð um Illinois með skólafélaga mínum að smakka vín og reyna að kaupa kanínur (eða hana) af bóndum. Konan hans Young Jins er líka upp í sveit en hún er að taka á móti geitum sem eru vonandi að fæðast um þessa helgi.
Það sem er hins vegar hversdagslegt er að ég er heima að læra.
Í dag er Óli í dagsferð um Illinois með skólafélaga mínum að smakka vín og reyna að kaupa kanínur (eða hana) af bóndum. Konan hans Young Jins er líka upp í sveit en hún er að taka á móti geitum sem eru vonandi að fæðast um þessa helgi.
Það sem er hins vegar hversdagslegt er að ég er heima að læra.