4.4.05

Brúðkaupssturta yfirstaðin

Fyrstu almennilegu kynni mín af bandarískri menningu átti sér stað í gær. Við frænkurnar fórum saman í para-brúðkaupssturtuna sem okkur Óla var boðið í, eða réttara sagt, herra og frú Jökulsdóttir. En Óli var upptekinn svo við fórum bara tvær. Við komum svolítið seint í herlegheitin og þegar við gengum inn sátu allir að snæðingi í kringum svaka stórt borð. Mér finnst ég verði að útskýra að ég sé þarna með myndalega stúlku með mér en ekki eiginmanninn eins og gert var ráð fyrir svo ég segi orðrétt "Hæ! I decided to ditch my husband and bring my girlfriend, this is Ólöf"

Öll samkundan bara missti hökuna í kjöltuna og starði á okkur. Verðandi brúðurin fattaði þetta og fór að hlæja en hún var sú eina sem fattaði djókið og síðan föttuðum við seinna að þetta hefði nú kannski verið einum of mikið af því góða því það þorði enginn að tala við okkur alla athöfnina og ein stelpa hún færði sig lengst frá okkur.

Það var farið í ýmsa leiki svo sem brúðkaupssturtu bingó og síðan opnuðu verðandi brúðhjónin pakkana. Ég hafði teiknað brúðhjón í sturtu á kortið og það vakti mikla lukku. Ekki síst vegna þess að einn strákur fattaði eftir gaumgæfilega athugun að þetta væri hand teiknað (!!) og var alveg "vá! það er eins og þetta sé hand teiknað" svaka hissa. Hún sleit tvennar slaufur sem foreldrarnir voru svaka ánægð með og allt í allt var þetta stórvel heppnuð sturta. Við Ólöf skemmtum okkur í það minnsta svakalega vel og lokaniðurstaða reynslunnar var að kannski var Guiding Light ekki svo ýkt eftir allt saman.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?