14.1.05
STAR WARS MADNESS
Við hjónin erum þessa dagana í algjöru star wars æði. Eftir 2 vikur erum við að fara á star wars leikrit og því ákváðum við að flikka aðeins upp á star wars minnið og erum búin að vera að horfa á myndirnar í þessari viku. Síðan fékk Óli xbox í jóla og afmælisgjöf frá sjálfum sér og með fylgdi star wars leikur, sem við erum og búin að vera að spila aðeins. Hann er bara nokkuð góður finnst mér. Ekki of mikil aksjón, samt smá, mikil saga og maður getur gert allskonar. Lagað honum svolítið að persónuleika sínum eða áhugamálum. T.d. þegar Óli er með fjarstýringuna þá spilar persónan okkar fjárhættuspil við geimverur en þegar ég er með fjarstýringuna þá berst persónan við bounty hunters og bjargar varnarlausum almenningi frá dauða með því að gefa þeim alla peningana sem við eigum. Í báðum tilvikunum tapar persónan peningum svo það kemur út á eitt hver er með fjarstýringuna. Þetta star wars leikrit er eftir gaur sem leikur líka aðalhlutverkið, sem er eina hlutverkið, og flaugirnar, gerir öll hljóð og bara allt. Hann er víst MEGA-star wars aðdáandi. Ég held þetta verði svaka skemmtilegt. Annað sem verður svaka skemmtilegt er brids-kvöldið í kvöld. Best að fara að skvera sig í það. Góða helgi.