20.1.05
Meiri forritun
Hæ hó jibbí jei og jibbííí jei!! Nýtt forritunar verkefni komið inn á borð hjá mér!! Svaka skemmtilegt verkefni og komið á blússandi siglingu! Það er svo skemmtilegt að gera eitthvað þegar árangur fæst jafnóðum. Ég keyri forritið, og það gefur mér allskonar tölur. Þetta verkefni snýst um það sama og verkefnið sem er ennþá í gangi, en ég er ekki að vinna í... Agnir fljóta í sjó og eru annað hvort étnar eða þá rekast þær á aðrar litlar agnir og sökkva... Gríðarlega spennandi. Ekki djók.
Annars er héðan allt gott að frétta. Pottrétturinn rann út og var búinn áður en vikan var hálfnuð. Óli á afmæli eftir nokkra daga. Þá förum við út að borða á fínasta veitingastaðinn í Hyde Park. Það verður nú aldeilis huggulegt. Við erum búin að vera á leiðinni á hann í 2 ár.
Ég er að hlusta á Medúllu og ég elska Björk.
Annars er héðan allt gott að frétta. Pottrétturinn rann út og var búinn áður en vikan var hálfnuð. Óli á afmæli eftir nokkra daga. Þá förum við út að borða á fínasta veitingastaðinn í Hyde Park. Það verður nú aldeilis huggulegt. Við erum búin að vera á leiðinni á hann í 2 ár.
Ég er að hlusta á Medúllu og ég elska Björk.