13.1.05

Kreditkortamadness

It´s gone mad George!

Til að reyna að flikka upp á Kredit-ferilinn minn er ég búin að fá mér 2 ný kredit kort á undanförnum mánuðum... og er með þriðju umsóknina í gangi. Fyrst sótti ég um American Express því þeir eru eina fyrirtækið sem tekur við fólki sem aldrei hefur átt kredit kort. Því næst sóttí ég um GAP kort því þannig fékk ég svaka afslátt á jólagjafainnkaupum. Og það sem er núna í farveginum er platínu kort frá citibank sem gefur manni 5% til baka af öllu sem maður kaupir í matvöruverslun, apóteki eða á bensínstöð. Að vera með þannig kort samsvarar því að fá 3% launahækkum segir fjármálaspekúlantinn maðurinn minn.

Nema hvað, þegar maður tekur með í reikninginn allt það bull sem þessi fyrirtæki eru með í gangi. Þá sér maður að það er óðs manns æði að eltast við þessa launahækkun. Sérstaklega kannski fyrir svona easy-going týpu eins og mig sem var ekki einu sinni með heimabanka fyrr en fyrir korteri síðan. Vonandi verður þetta vesen til þess að ég læri að meta og nota tækniundrið heimabankann og verði meira on-top-of-things varðandi kredit og fjármál heimilisins. Það myndi allavegana kæta minn eina sanna.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?