6.1.05

Gleðilegt nýtt ár!!

Ahhh, það er gott að vera kominn heim aftur til Chicago. Eins yndislegt og það er að vera heima á Íslandi.

Ferðin gekk prýðisvel. Við gistum á the Sheraton Skyline í London. Hrikalega fínt. Á annari hæð en hún er víst flottust.

Síðan flugum við beint til Chicago, komum ekkert við í Boston eins og við áttum pantað því öll innanlandsflug til Chi lágu niðri í gær vegna óveðurs, þannig að við fengum að taka beint flug til að verða ekki strandaglópar í Bost. Þetta flug flaug beint yfir Ísland, maður getur séð það á skjánum hvernig leiðin er og hvar vélin er stödd hverju sinni. Og hún flaug bara beinustu leið yfir landið okkar. Jahh. Það voru orð að sönnu að það var óveður í Chi í gær. Snjóaði látlaust og var bara næg gola til að það væri skafrenningur, mjög gaman, allt hvítt og fallegt hérna.

En núna er ég að lesa bók sem heitir "Paleoclimate, Global Change and the Future". Einn kafli á viku og einn nemandi kynnir einn kafla. Þessi bók lítur út fyrir að vera mjög áhugaverð og hef ég því í hyggju að skrifa smá klausu um hvern kafla í umhverfishornið í hverri viku.

Stay tuned og endilega kíkið í umhverfishornið... bráðlega.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?