22.1.05
Blindhríð í Chicago
Þegar ég lít út um gluggann þá sé ég bara hvítt. Það kyngir niður snjó hérna eins og aldrei fyrr. Það lá við að ég þurfti að moka mig út úr húsinu í morgun. Síðan fór maðurinn minn í ÚTRÉTTINGAR í þessari blind hríð, á SUÐURHLIÐINA, og mér stendur bara ekki á sama. Æ æ, og guttinn á afmæli á morgun.