25.1.05
Afgangar
Ég verð bara að skrifa aðeins um þetta þó svo það hljómi kannski ekki spennandi. En þannig er í pottinn búið að Óli eldaði fyrir okkur kvöldmat í kvöld. Úr afgöngum. Það finnst mér vera mikill sigur því þetta er í fyrsta skipti, held ég, sem hann fer ekki eftir uppskrift og er ekki nýkominn úr búð þar sem hann keypti nákvæmlega það sem þurfti. Afgangarnir voru svaka góðir. Ekki heldur við öðru að búast. Óli er listakokkur.