13.7.04

Passenger in distress

Ég komst heim til Íslands loksins eftir mikið fjaðrafok. Eða þannig. Það rigndi aðeins í Chicago þegar ég var að bíða eftir vélinni til Pittsburg svo henni seinkaði um klukkutíma. Þar með missti ég af vélinni til London og varð "passenger in distress". Það bjargaðist nú og ég fékk að gista á svaka fínu hóteli þar sem tvær giftingar voru í gangi og allir upp strílaðir náttúrulega. Nema ég, ég var auðvitað bara í rykugum ferðafötum. Giftingarliðinu með einnota myndavélarnar fannst ég svo útúr kú að þau fóru öll að taka myndir af mér. Svaka vandræðalegt, ef ég væri fimmtán, en mér fannst það bara fyndið. Þetta hótel var svo fínt að það var ekki séns að ég ætti efni á að borða þar. Sem betur fer sá ég í fjarska útum hótelgluggan bláa og gula fána sem stóð á IKEA, ég arkaði því þangað um morgunin og fékk mér kjötbollur, "managers special". Klikkar ekki, með brúnni sósu og sultu. Dvöl mín í Pittsburg reyndist því ánægjulegri en áhorfðist í fyrstu. Síðan fór ég til London, tók þrjár lestir þvert yfir hana og komst að lokum heim til elsku föðurlandsins. Frekar þreytt en mjög hamingjusöm.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?