14.7.04

Gott að vera heima á Íslandi

Það jafnast nú ekkert á við það að vera á föðurlandi sínu. Hér er maður eins og blóm í eggi. Mamma manns eldar dýrindis mat og maður hittir vini og ættingja upp á hvern dag. Betra gæti lífið ekki orðið. Nema ef eiginmaðurinn manns læti sjá sig, en hann gerir það nú von bráðar.

Núna er ég uppi á Þjóðarbókhlöðu með Ingu, hún er að skrifa ritgerð en ég að skoða tölvupóst sem ég fékk ekki. Ég held ég drífi mig samt út í góða veðrið, það er ekkert vit í því að hanga inni í svona dýrindis veðri.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?