16.4.04
Sól og hiti
Um leið og sólþyrstu gestirnir frá fróni kvöddu ákvað sólin að láta sjá sig. Hún skín núna sínu blíðustu geislum og hitinn er kominn upp fyrir 20 gráðurnar. Mig langar bara út á skauta eða sitja í grasinu eins og allir. Mmmm, svaka notalegt. Kannksi að við reynum að finna klifurvegg utandyra á morgun. Ég er annars strax byrjuð að skipuleggja næsta klifruferðalag. Það er til suður Illinois, 5 tíma akstur frá Chi. Það er smá grúppa sem er að fara. Verður örugglega æðislegt í þessu góða veðri. mmm, gott að lifa á vorin.