13.4.04

Red Rocks

Jæja, afsakið þessa löngu bið mínir kæru lesendur. Ég er bara búin að vera á fullu með fullt húsið af gestum. En nú er ég komin í vinnuna aftur og þá er góður tími til að blogga.

Næsti áfangastaður var Red Rocks í Nevada. Þar ætluðum við að klifra og klifra og klifra. Og það gerðum við svo sannarlega. Við slóum upp tjaldinu við hliðiná Ethan og Elliot, en þeir voru komnir með svona reit þar sem mátti vera með þrjú tjöld. Sólin kom upp kl 6 og við þá líka. Það er ekkert smá ferskt að vakna kl 6 og vera strax úti. Því um leið og sólin kemur upp verður svo heitt í tjaldinu að það er ekki lengur líft í því, sérstaklega ekki vegna þess að maður er í -20 svefnpoka því það er svo kalt á nóttunni. Þannig að við fórum alltaf á fætur rétt um 6, Ethan eldaði þann besta hafragraut sem ég hef á ævinni smakkað og síðan lögðum við bara af stað að klettunum. Um 7. Mér fannst mjög merkilegt að geta farið svona snemma af stað. En jafnframt alveg æðislegt því þá var maður tilbúinn að klifra um 8. Alveg ótrúlegt. Hérna í Chicago eigum við Óli í mestu vandræðum með að vera mætt í vinnuna fyrir 10.

Allavegana. Þetta var besti hlutinn í fríinu. Náttúran þarna er svo ótrúleg, þetta er eyðimörk og sandar hvert sem maður lítur nema, það er eitt svaka stórt röndótt fjall og síðan "hrúga" af klettum, eldrauðum. Við vorum að klifra í hrúgunum og til að komast að svæðum þar sem er hægt að klifra er um hálftíma labb/brösótt fjallganga. Það var nú ekki síður skemtilegt að reyna að komast að veggjunum, við þurftum að príla upp og niður, inn í sprungur, yfir sprungur. Á einum stað var svo bratt að við vorum alveg dauðhrædd við að halda áfram, en síðan sáum við þarna fólk á sjötugsaldri rétt á undan okkur svo við urðum að halda áfram en ákváðum bara að setja á okkur hjálm.

Þarna er sandsteinn sem er mjög gott að klifra í, hann er svo passlega hrjúfur og fullt af ójöfnum og litlum pokum sem hægt er að ná góðu haldi í. Ég lærði að "lead"-a. En það er þannig að maður bindur reipið við sig, klifrar síðan upp og krækir það í klemmur eftir því sem maður fer upp. Síðan heldur félagi manns í reipið fyrir neðan mann, og ef maður dettur, þá er efsta klemman sú sem maður hangir í. Ég get ekki útskýrt þetta vel í stuttu máli, sjá mynd 2 á þessari síðu. Óli lærði líka að leiða (lead) og það er MEST gaman.

Við vorum þarna í 3-4 daga, grilluðum sykurpúða eins og sannir ameríkanar og höfðum það gott með strákunum og líka stelpu sem heitir Sandy og kom líka að klifra. Veðrið var æðislegt, sól og kannski aðeins of mikill hiti, en alveg yndislegt. Ohh, ég get ekki beðið eftir að við förum aftur.

Jæja, læt þetta duga í bili,
Tinna

Comments:
Hashtribe is all about music, games, concerts, DJ finder, album promotion and all things youthful

hashtribe.com
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?