1.4.04

Pasadena

Næsta dag fór Árdís með okkur í túristahringinn. Í Hollywood. Fyrirheitna borgin í fyrirheitnalandinu. Ég var víst aðeins búin að minnast á það. Ég lét Óla taka mynd af okkur Árdísi við stjörnu Britney Spears. Hún var ekkert ofsakát með það, Árdís það er að segja. En mér fannst það sniðugt. Eftir Hollywood fórum við á suður indverskan veitingastað sem er með það góðum mat að meira að segja Óli er núna kominn með smekk fyrir ekki bara indverskum mat heldur líka grænmetismat. Þetta var nefnilega bara grænmetisstaður og þykir það hár klassi í Indlandi, að bjóða bara upp á grænmeti. Mér finnst það ekkert skrýtið, þetta var svaka ljúffengur matur.

Um nóttina spiluðum við síðan spil sem félagi þeirra Árdísar og Dónald á. Það snerist um að byggja lestarteina um Evrópu og flytja dót á milli borga. Skemmtilegt spil en ég mæli með því að spila það á daginn, eða um kvöld. Þetta varð síðan til þess að við sváfum fram á miðjan dag en það var samt allt í lagi. Þegar við vöknuðum fórum við nefnilega til Peets, og fengum kaffi. En Peets coffee er keðja sem er með svaka gott kaffi, og hún er til í Chicago en bara uptown. Síðan fórum við í svaka flottan garð, Huntington gardens og skoðuðum allavegana kaktusa og skrýtnar plöntur. Það var mjög gaman, þarna er líka rósagarður og bambusar garður/skógur. Árdís sýndi okkur síðan um Caltec, það er mjög glæsilegur campus en efirminnilegast var að skoða "the bubble chamber" sem er "einfalt" tæki þróað í Caltec sem notað er til að skoða eindir sem þjóta um okkur öllum stundum. Að amerískum sið grilluðum við síðan hamborgara um kvöldið, (Amerískur siður endar) drukkum freyðivín og spiluðum Settlers og póker fram eftir nóttu. Og þar með lauk Pasadena upplifunin okkar í bili.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?