22.4.04
Húrra húrra!!
Loksins loksins! Mikilvægur áfangi náður í starfi. Forrit virkar.
Þar sem ég skrifa þessi orð fæ ég sting í magan því það eru ófá skipti sem ég hef hrópað uppyfir mig af ánægju yfir því að vera loksins komin með eitthvað sem virkar, en þá hefur alltaf leynst villa og 5 mín síðan eða næsta dag kemst ég að því að eitthvað er í ólagi. Núna er ég líka orðin alveg klikkandi vitlaus á þessu forriti sem vill aldrei virka að þetta gæti verið tálsýn ein til að ég haldi heilsu... En ég er núna sannfærðari en áður að forritið eins og það er núna virki, annað mál er að það þarf að bæta við það nýjum eiginleikum.
Talandi um tálsýnir, þá heyrði ég þetta orð í fyrsta skipti þegar ég var 12 eða 13 ára og af samhenginu ályktaði ég að það væri eitthvað dónalegt og þorði því ekki að spyrja hvað það þýddi. Ég var farin að nálgast tvítugsaldur þegar ég loks komst að því að þetta er alls ekkert dónalegt orð og þýðir einfaldlega (fyrir þá sem þora ekki að spyrja) blekking. Að halda að maður sjái eitthvað sem er ekki að gerast, eða að halda að eitthvað sé eitthvað annað en það er. Hmm, hver sem vill má gjarnan setja inn betri skýringu.
Annars er bara allt gott að frétta frá Chicago. Það voru hér 28 gráður um helgina og við nutum þess í grillveislu á norðurhliðinni. (það er svaka fínt að fara norður.) Vorið er líka loksins komið. Tré eru öll í blóma og túlipanar að springa út. Litirnir brjótast í gegnum grámann sem er allsríkjandi á veturna. Allir fyllist bjartsýni og gleði (og tilfinningasemi!) þegar svona fallegt er um að litast.
Þar sem ég skrifa þessi orð fæ ég sting í magan því það eru ófá skipti sem ég hef hrópað uppyfir mig af ánægju yfir því að vera loksins komin með eitthvað sem virkar, en þá hefur alltaf leynst villa og 5 mín síðan eða næsta dag kemst ég að því að eitthvað er í ólagi. Núna er ég líka orðin alveg klikkandi vitlaus á þessu forriti sem vill aldrei virka að þetta gæti verið tálsýn ein til að ég haldi heilsu... En ég er núna sannfærðari en áður að forritið eins og það er núna virki, annað mál er að það þarf að bæta við það nýjum eiginleikum.
Talandi um tálsýnir, þá heyrði ég þetta orð í fyrsta skipti þegar ég var 12 eða 13 ára og af samhenginu ályktaði ég að það væri eitthvað dónalegt og þorði því ekki að spyrja hvað það þýddi. Ég var farin að nálgast tvítugsaldur þegar ég loks komst að því að þetta er alls ekkert dónalegt orð og þýðir einfaldlega (fyrir þá sem þora ekki að spyrja) blekking. Að halda að maður sjái eitthvað sem er ekki að gerast, eða að halda að eitthvað sé eitthvað annað en það er. Hmm, hver sem vill má gjarnan setja inn betri skýringu.
Annars er bara allt gott að frétta frá Chicago. Það voru hér 28 gráður um helgina og við nutum þess í grillveislu á norðurhliðinni. (það er svaka fínt að fara norður.) Vorið er líka loksins komið. Tré eru öll í blóma og túlipanar að springa út. Litirnir brjótast í gegnum grámann sem er allsríkjandi á veturna. Allir fyllist bjartsýni og gleði (og tilfinningasemi!) þegar svona fallegt er um að litast.