27.4.04

Góða viku

Hæ hó! Vegna óteljandi fyrirspurna þá er ég búin að útbúa smá ljósmynda albúm. Það ætti að vera hér. Þetta er frá ferðinni okkar til Red Rocks að klifra í klettunum. Endilega kíkið á.

Það er allt gott af okkur að frétta. Helgin var góð. Við fórum í gymmið að klifra á sunnudeginum og allavegana ég reyndi svo mikið á mig við að reyna að klifra þessar 5.10 brautir (hef bara verið í 5.9) að ég er búin að vera alveg handónýt í dag og í gær. Óli fór til Justins að spila tölvuleiki á laugardaginn og þá nýtti ég tækifærið og fór í bæinn að versla, í bíó og að borða á leynistaðnum í Nordstrom, svaka gott. Ég sá City of God sem ég mæli mikið með, hún er mjög mjög góð. Þetta er örugglega fyrsta brasilíska myndin sem ég sé, hún var mjög vel gerð og mjög gaman að horfa á þótt umfjöllunar efnið sé kannski ekki beint skemmtilegt.

Ég má nú eiginlega ekki vera að þessu bloggi núna því ég þarf að lesa grein um setlög í miðjarðarhafinu. Höfundurinn er nefnilega að koma til Chicago, hún býr í Michigan, að tala við mig og David um rannsóknir sínar og segja okkur frá sínum uppgötvunum. Þetta tengist nefnilega módelinu mínu. Við erum komnar í samstarf, aðalega er hún náttúrulega í samstarfi við David en ég fæ að vera með sem er mjög spennandi svo ég þarf að vera vel undirbúin og búin að kynna mér þetta betur. Mér finnst ég líka svaka kúl að fá svona grein hjá höfundi áður en hún birtist, það er búið að samþykkja hana og hún verður birt eftir kannski 2 til 3 mánuði. Í Paleoceanography sem er mjög virt tímarit á þessum vettvangi. Svaka spennandi.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?