28.4.04

Fallegur dagur

Það er svaka fallegt í dag, sólskin og hiti. Mann langar ekki neitt til þess að hanga inni og vinna. Þess vegna fórum við nokkur suður í lítið mexíkanskt hverfi, fengum okkur tacos og spókuðum okkur aðeins í hádeginu. Það var mjög gaman, ég vissi ekki af þessu hverfi og það er frekar kósí, bakarí og fiskbúðir á götuhornum, ekki það venjulega hér í þessu landi.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?