23.4.04

Ahhh, föstudagur

Föstudagar eru nú alveg yndislegir. Þá er frí í sjónmáli, helgin til að slaka á, spila tölvuleiki (hjá sumum) og síðast en ekki síst: kíkja í klifrusalinn og keyra sig alveg út. Hérna í deildinni minni eru föstudagar líka kósí dagar. Það eru tveir fyrirlestrar eftir hádegi. Yfirleitt eru gestafyrirlesarar sem segja frá sínum rannsóknum en stundum einhver úr deildinni. Fyrir hádegi er ég í kúrs sem er líka skemmtilegur. Hann er mjög óformlegur. Við erum um 5 eða 6 sem mætum á kaffistofuna/bókasafnið og ræðum um kaflann sem við lásum í bókinni sem við erum að lesa. Einn nemandi stjórnar umræðunum en allir taka þátt og yfirleitt eru þær líflegar, sérstaklega ef efnið er áhugavert. Aðal viðfangsefnið er efnafræði kolefnis í vatni. Svaka spennandi. Og þetta gefur ekki mikinn tíma til að gera einhverja vinnu... því miður :-)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?