30.3.20

Zoom

Í dag fórum við aftur í hjólatúr.  Edda fer á rúlluskauta, Sólveig á tvíhjól og Ásta á hlaupahjól.   Sólveigu hefur farið mikið fram og hún getur núna hjólað nokkuð vel, ég þarf bara aðeins að ýta henni af stað og hvetja hana til að hjóla hraðar.  Við hittum Mrs. Mangelsdorf og spjölluðum við hana úr að minnsta kosti 6 feta fjarlægð.  Það var indælt.  Síðan þurftum við að hlaupa heim því ég mundi allt í einu að Edda átti að fara í fjarkennslu í söngskólanum.  Síðan fóru dömurnar á ströndina.Comments:
Yndislegt:) Góð mynd
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?