10.1.20

Gleðilegt nýtt ár

Við tókum á móti nýja árinu í faðmi fjölskyldunnar í Flórída.  Það var yndislegt að heimsækja Öldu og Fred og Annettu.  Þau tóku öll svo vel á móti okkur og voru með heilmikla dagskrá frá morgni til kvölds.  Stelpunum fannst æðislegt að kynnast þessum hluta fjölskyldunnar betur.  Það var trampolín garður, dropasteinshellar, sykurpúðaskotæfingar, heitur pottur, rólóvellir og stóru stelpurnar fengu að koma með útað borða með fullorðna fólkinu.


Jólin gengu vel fyrir sig þetta árið og allir voru sáttir við gjafirnar sínar.  Edda sagðist hafa fengið bestu jólagjöfina sem var fjökskyldan sín.  Hún er svo ljúf þessi stelpa, það er ekkert lítið.  Við nutum þess að vera öll saman og fórum að sjá Christmas Carol í the Goodman Theater.  Síðan fórum við í kóreanskt baðhús að fá í okkur ýl og kóreanskan mat.  Við vorum með jólatréskemmtun og spilakvöld með nágrönnunum.  Jólaglögg fyrir vini, á improv og að syngja Meshia.   Ég er svo léleg að taka myndir að ég finn engar myndir af jólunum en hér erum við að hitta jólasveininn.This page is powered by Blogger. Isn't yours?