12.11.18

Húha

Ég elska mánudaga.  Litlu krílin öll á sínum stað og ég á mínum.  Enginn að trufla mig.  Ég er búin að gera svaka skemmtilegt graf.  Ætla nú ekkert að troða því hingað inn en það er kontór graf, með 196 módel-punktum.  Ég er svo lukkuleg að vera með aðgang að svaka flottri tölvu sem getur keyrt svona margar keyrslur í einu svo ég segi henni þá bara að gera það og hún bara gerir það. Þessar tölvur eru nú ekkert smá mikið undraverk.  Þær gera bara það sem þeim er sagt.  Elska tölvur.

Það er búið að vera svo mikið að gera hjá okkur í haust ég veit ekki hvar ég á að byrja.  Mamma kom í heimsókn í Október.  Það var náttúruleg algjör himnasæla að hafa hana hjá okkur.  Ég fór í vinnuferð til Aþenu.  Daginn eftir að mamma fór heim kom Elli frændi í heimsókn og við höfðum það mjög notalegt.  Síðan kom Jón Albert með foreldrum sínum í Halloween partý og það var svaka skemmtilegt.  Söfnuðum allt of miklu nammi en skemmtum okkur svaka vel. Síðan skrapp Óli aðeins til Íslands og við stelpurnar vorum bara hér í hversdagsleikanum.  Við höfðum það nú bara ágætt.  Ég hefði átt að blogga um það, þá myndi ég hvað við gerðum..  Fórum eitt kvöldið út á pizzu stað á geggjuðum stað hérna í hverfinu.  Það eru aðalega svona outliers sem fara á þennan stað.  Þar kom skeggjaður maður í háum hælum.  Kona með eiturgrænt hár.  Allskonar doppótt og skemmtilegt.  Við skerum okkur ekkert úr þarna.  Sólveig var í afrískum kyrtli (my abstract art shirt) og þær systur dönsuðu í takt við Mexíkóskt popp.
Ásta ætlaði að vera Elmo en á síðustu mínútu skipti hún um skoðun og ákvað að vera Elsa.  Þá er það officialt.  Ekkert beibi lengur á okkar heimili.Í gær fórum við á vísindasafnið, sáum íslenska jólatréð og fengum okkur World Fair Banana Split.  Það var geggjað.  Edda og Óli skoðuðu mannslíkamann en við lillurnar kíktum á Extreme Ice sýninguna og sáum Sólheimajökul hverfa og síðan á kjúlla skríða útúr eggjunum sínum.  Þeim fannst það ekki eins mikilfenglegt og Sólveigu fannst á sínum tíma.  Hún öskraði eins og Bítlaaðdáandi árið 1967.This page is powered by Blogger. Isn't yours?