4.12.06

Fastir hlutir í tilveru manns

Að vita af einhverju sem mun ekki breytast er alveg nauðsinlegt í nútíma þjóðfélagi. Til dæmis veit ég að ef ég kem í Stóragerði 9 þá fæ ég það besta kaffi sem ég veit um. Ef ég fer í fjölskylduboð mun ég verða spurð tíu sinnum að því hvenær við hjónin ætlum að útskrifast og flytja heim til Íslands. Hérna í Chicago hafa nokkrir hlutir fest í tilverunni minni. Einn af þeim gerist klukkan sex á hverjum einasta degi. Klukknaspil í Rockefeller kapellunni. Reyndar veit maður aldrei hvernig hljómum maður á von á að heyra, en þeir eru alltaf svo ómótstæðilegir að þó það sé 10 stiga frost langar mann ekki inn heldur bara standa úti og hlusta.

Comments:
og hvenær ætlið þið hjónin svo að útskrifast og flytja heim? ;) alveg búin að missa tölu á árunum sem þið eruð búin að vera þarna og hversu mikið er eftir...og að sjálfsögðu sakna þess að hafa þig ekki hér heima.
 
Gaddemit vúman! Ert þú skyld mér?? Ef einhver spyr mig að þessu aftur þá tek ég það sem merki um að ykkur þykir ekki vænt um mig né geðheilsu mína og ég mun bara búa hérna forever.

Og another thing. Hvernig geturðu saknað þess að hafa mig ekki heima þegar ég er ekki heima?
 
Tinna mín, kominn tími á að sætta sig við það að hálft landið (allavega!) saknar þín þegar þú ert ekki hérna ;) þannig að ekki reyna að setjast að forever, hvorki við né þú myndi meika það :Þ

svo er þetta nú tilbreyting við hinar hefðbundnu spurningarnar

en hvenær ferðu að birta greinarnar þínar þannig að við hin fáum að sjá tilvitnun í svifið? vantar þig ekki bráðum rýni?
 
Alveg að koma, alveg að koma. Já ég sakna ykkar líka mjög mikið og ég ætla ekkert að vera hérna forever, ég var bara smá að fríka yfir því að vera að fá þetta spurninga flóð yfir mig. Eftir öll þessi ár að koma heim í frí veit ég alveg að það er alltaf ein spurning sem allir spyrja mann að og það er nóg til að gera eina manneskju brjálaða að þurfa alltaf að búa eitthvað til því að sjálfsögðu veit maður ekki svarið, þá vissu það allir og þyrftu ekki að spyrja mann. Fyrirgefðu að ég öskraði á þig Vala þarna áðan. Ég meinti það ekki.
Knúsí knús, hlakka til að sjá ykkur vinkonur mínar, ykkar Tinnsa
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?