19.11.19
Barnfóstrulán
Þessi barnafjölskylda er svo lánsöm með barnfóstrur. Sálfræðingurinn minn er alltaf að tala um support network. Við mannfólkið erum náttúrulega félagsverur og getum ekki lifað án hvers annars en ég er alveg sérstaklega þakklát barnfóstrunum mínum. Núna er okkur Óla til dæmis boðið í friendsgiving laugardaginn eftir thanksgiving og mín aðal barnfóstra heldur upp á þakkargjörðahátíðina einmitt á þeim degi svo hún kemst ekki og heldur ekki dóttir hennar sem passar líka fyrir okkur. Svo þá gat ég athugað með hina fjölskylduna sem aðstoðar mig og þar var einmitt Gaby laus og ætlar að passa. Og ef hún hefði ekki getað það þá hefði kannski önnur systurdætra hennar getað það. Það er svo ótrúlega indæl tilfinning að vera með svona hóp af konum sem elska börnin mín og vilja passa þau.
Á sunnudaginn fórum við mæðgurnar með öðrum mæðgum í leikhús að sjá Lyle Lyle Crocodile. Það var sko gaman. Það er nú eitt af því skemmtilegasta sem maður gerir að fara í leikhús. Stelpurnar voru í skýjunum og fengu líka að taka þátt í workshop að læra um leikhúsið og hvað gerist á bakvið tjöldin.
Á sunnudaginn fórum við mæðgurnar með öðrum mæðgum í leikhús að sjá Lyle Lyle Crocodile. Það var sko gaman. Það er nú eitt af því skemmtilegasta sem maður gerir að fara í leikhús. Stelpurnar voru í skýjunum og fengu líka að taka þátt í workshop að læra um leikhúsið og hvað gerist á bakvið tjöldin.