28.8.17

Komin aftur heim

Eftir 5 mánaða ferðalag erum við komin aftur heim.  Eins og í svo mörgu er ég sammála norðmönnum en þeir segja: borte bra men hjemme best.  Þetta var alveg stórkostlegt ferðalag og svo skemmtilegt en það er agalega indælt að vera komin heim til sín aftur.

Við vorum samt varla komin þegar við drifum okkur aftur af stað.  Skruppum til Tennessee að hitta systurnar Brynhildi og Ísafold og að sjá sólmyrkvann.  Það var æðislegt.  Fengum 2 mín í totality.  Við höfðum farið á veitingastað í Cookville og pantað fried green tomatoes og catfish.  Í miðri máltíð drifum við okkur út þegar það voru svona 10 mín í myrkvann.  Ásta var bara að spígspora eitthvað um með okkur en fékk ekkert að horfa með gleraugunum.  Síðan þegar sólin hvarf tók ég hana upp og sýndi henni og ég er ekki frá því að hún hafi tekið andköf.  Hún horfði dágóða stund og við saman og þetta var alveg sérstök stund.  Það var líka sérstakt að vera þarna með öllu þessu fólki.  Við þekktum þau ekki neitt og það var ekki þannig að allir þekktu alla.  Nokkrir höfðu komið keyrandi frá Texas en margir voru heima menn.  En við upplifðum mikla samkenndar tilfinningu og þegar sólin birtist aftur leið manni eins og þetta fólk væri fjölskylda manns.  Það var mikil velvild og jákvæðni sem geislaði af öllum.


Ég gleymdi alveg að taka myndir en svona var þetta.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?