20.5.16
7 vikna
Ásta mín er algjör moli og dafnar vel. Maður getur bara ekki skilið hvað þau vaxa hratt þessi kríli en hún vex uppúr einhverri flík daglega. Núna er hún að vaxa uppúr peysu sem hún átti að nota í sumar. Henni finnst gott að kúra í fanginu og saknar ammanna sinna. Sigga amma var hjá okkur í góðan tíma þegar hún fæddist og svo kom Gía amma aðeins seinna. Næst á dagskrá er að fá Lóu okkar en hún kemur á mánudaginn. Við getum varla beðið.
Sólveig er að reyna að púsla saman tungumálinu. Þetta er allt að koma hjá henni. Hreimurinn er það sem ég skil minnst í. Hann hljómar eins og sambland af Hindu og norsku. Nærbuxur eru nardi-bídda. Hún getur alveg sagt nærbuxur, ef maður spyr hana hvernig hún segir nærbuxur, en þannig ber hún það fram óáreitt. "I meiddi sig" segir hún þegar hún meinar "ég meiddi mig".
Sólveig er að reyna að púsla saman tungumálinu. Þetta er allt að koma hjá henni. Hreimurinn er það sem ég skil minnst í. Hann hljómar eins og sambland af Hindu og norsku. Nærbuxur eru nardi-bídda. Hún getur alveg sagt nærbuxur, ef maður spyr hana hvernig hún segir nærbuxur, en þannig ber hún það fram óáreitt. "I meiddi sig" segir hún þegar hún meinar "ég meiddi mig".