28.8.12

Tönnsla



Edda er komin með tönn!  Eina litla niðri.  Hún rétt gægist út.  En er svo sæt.  Set í tilefni þess mynd af henni pre-tönnslu.

Við komumst við góðan leik til Ameríku.  Fórum fremst í línuna þar sem við erum núna með Ameríkana í fjölskyldunni.  Algjör lúxus.  Núna erum við að undirbúa okkur fyrir næsta ferðalag, en það er til Seattle.  Svaka gaman hjá okkur.  Ég er með 1500 myndir og gæti verið að ég búi til picasa albúm... Það er allavegana ætlunin.

6.8.12

Hooked á saltpottinn

Sumir segja, fleiri vita, að sund er heilsulind.  Núna geri ég bara eins og afi Kristján og syndi 400 metra.  En bæti síðan um betur og fer í salt pottinn og síðan í nudd pott.  Og þá er prógrammið búið.  En alveg dásamlegt.

Edda er farin að skríða.  Hún kemst ekki mikið úr stað en samt svolítið.  Hún fer aðeins áfram/til hliðar/afturábak á maganum en síðan er hún með sérstakt lirfu-spor þar sem hún er fyrst á hnjánum fer síðan upp á tærnar og með rassinn upp í loftið og plompsar síðan niður.  Þetta er ljómandi fyndið.

En hún er komin með vegabréfið sitt.  Okkur finnst frekar fyndið að hún eigi Bandarískt vegabréf.  Litli Ameríkaninn.  Allavegana er hún með góðan forseta.  Vonandi helst það eitthvað lengur.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?