10.10.17

Columbus Day

Það er frí í skólanum á Columbus day svo við Edda áttum svona mæðgna dag.  Það var nú ekki lítið indælt.  Við byrjuðum á því að taka aðeins til hjá okkur og fórum síðan með lestinni niður í bæ.  Röltum í gegnum Millenium Park í Art Institute.  Það er stórkostlegt safn.  Fyrst skoðuðum við the paperweights sem eru glerblóm, fiðrildi, snákar og fleira inní glerkúlum.  Þetta er svona 19. aldar skraut.  Síðan sáum við Búdda stytturnar, grískar könnur og skálar og lærðum um það þegar Hades  rændi dóttur Demeter.  Edda sá þessa mynd


eftir Brasilísku listakonuna Tarsila Do Amaral og vildi gjarnan skoða sýninguna hennar svo við gerðum það og það var mjög heillandi.  Að lokum kíktum við aðeins á Andy Warhol og það var líka skemmtilegt.

Síðan fórum við heim.  Edda æfði sig að skrifa í svona klukkutíma og horfði á Frozen í svona klukkutíma áður en við fórum að sækja stelpurnar í leikskólann.  Á leiðinni heim spurði hún mig hvað disappointed þýðir eiginlega.  Ég útskýrði það og þá sagði hún mér að hún væri frekar disappointed útí mig.  Já (skiljanlega), en af hverju?  "Nú, ég hélt við ætluðum á barnasafnið á sunnudaginn og við gerðum það ekki og síðan langaði mig að fara í dag og við gerðum það ekki."  Megan sagði she´s living her best life and she don´t know it.  Þessi börn.  Vita ekki hvað þau hafa það gott.


This page is powered by Blogger. Isn't yours?