24.7.16

Barcelona

Við hjónin fórum í rómantíska helgarferð einungis með eitt barn.  Það var stórkostlegt og mun héðan í frá vera árlegur viðburður.  Þegar við Ásta lentum á föstudagskvöldi beið Óli eftir okkur á flugvellinum.  Hann hafði flogið frá London.  Við tókum lest og leigubíl á hótelið okkar sem var í Raval sem er rétt vestan við gotneska hverfið.  Mjög töff hótel sem ég hafði valið fyrir okkur.  Með morgunmat.  Reyndar kom í ljós að ég hafði bara keypt morgunmat fyrir einn... svo ég fór alltaf bara ein í morgunmat sem var algjört bliss og Óla ekkert á móti skapi.

Á laugardeginum vorum við rétt að átta okkur að við værum komin í svona geggjað frí.  Keyptum sólhatt á litluna, borðuðum hádegismat á sætum fjölskyldustað og röltum aðeins um borgina.  Borðuðum síðan kvöldmat á vitlausum stað.  Ætluðum á tapas 24 en fórum óvart á staðinn við hliðiná.    Á sunnudeginum drifum við okkur síðan á tapas 24 í hádeginu og pössuðum okkur vel að fara inn um rétta hurð.  Röltum um og skoðuðum Sagrada Familia og fundum síðan stað til að horfa á leikinn.  Þar voru voða indælir krakkar sem kúuðu svo mikið yfir Ástu að þau fengu bara að spjalla við hana allan leikinn og við gátum einbeitt okkur við að styðja okkar menn.

Á mánudeginum fórum við á geggjaðan stað við ströndina, fengum paella og allskonar huggulegheit. Röltum um ströndina og tókum cable car upp á fjallið.  ... Náði ekki að skrifa meira og ætla að enda þetta núna með smá samantekt.  Það var yndislegt að vera í Barcelona með manninum mínum og dóttur.  Það er ekki ofsögum sagt að maturinn var stórkostlegur og okkur fannst Miro safnið geggjað.  Ég er búin að ákveða að svona barna-frí sé hér með orðið að vissum punkti í okkar tilveru.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?