28.5.14

Smábörn

Það er það sem lífið snýst um þessa dagana.  Núna erum við að vinna í svefnmálum.  Kenna Eddu að fara sjálf að sofa og Sólveigu reyndar líka.  Þetta er mikið fjör.  Ég er að lesa Ferber en hann er sérfræðingur í svefni barna við barna-svefn-rannsóknasetrið í Boston.  Í mínum kreðsum er oft talað um "Ferberizing" sem er víst misskilin aðferð við að kenna börnum að sofna kennd við þennan mann.  Hún snýst um að láta börnin gráta sig í svefn nokkra daga í röð til að læra að sofna sjálf.  Þannig að nú er ég að lesa þessa bók til að læra hvernig ég get hjálpað Eddu að fara sjálf að sofa.

Það er búið að vera mjög indælt hjá okkur þessa fyrstu mánuði með Sólveigu.  Mamma var hérna náttúrulega í um 3 vikur og svo komu tengdaforeldrar mínir rétt eftir að hún fór.  Núna síðast var Begga hjá okkur í viku sem var líka yndislegt.  Edda vildi ekki sjá að kalla hana annað en ömmu og Lóa var líka sátt við að fá mömmu sína í heimsókn.  Svo nú erum við öll búin að fá mömmuknús.

Við fórum í smá ferð til New Jersey með Georgia.  Óli fékk að keyra bílinn hennar en hann er af flottustu sort.  Maður getur talað við hann og hannleggur sjálfur í stæði.  Við versluðum aðeins í Mitzua (sake og yakinori) og síðan borðuðum við á bakka Hudson árinnar með útsýni yfir Manhattan.  Það var skemmtilegt.

Ég er að skipuleggja allskonar ferðir fyrir sumarið.  Vonandi eina innanlandsferð áður en við komum á klakann og síðan allskonar tjald og sumarhúsa ferðir.  En hvað verður gaman að gista í tjaldi og heilsa uppá íslenska náttúru.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?