28.5.13

Sumar, eða þannig, á Íslandi

Ísland hlýtur að vera besta land í heimi því hér finnst manni frábært að vera þó svo veðrið sé súld og 4 gráður.  Í lok mai.  Við erum búin að búa á besta stað í bænum í nokkrar vikur og líkar það allvel.   Við Edda löbbum í Fröken Laugu nær daglega og með pabba sínum labbar Edda á kaffifélagið og allir eru lukkulegir.  Hér er líka hjól með barnastól á böglaberanum sem við höfum notað.  Við erum rétt í 10 mínútur að hjóla í Hlíðarnar héðan.  Eddu finnst ekkert smá gaman að sitja aftaná og sjá heiminn frá því sjónarhorni.

Um helgina fórum við í Grímsnesið í gamla bústaðinn hennar langömmu Rutar.  Það var ljómandi gott þó svo að veðrið væri eins og greint var frá að ofan.  Við grilluðum fillet og kótilettur, höfðum tza-tziki sósu og fínt salat.  Við fengum góða gesti og fórum í sund.  Betra gerist lífið varla.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?