21.12.12

Westvleteren

Meðan við Anna og Edda biðum í röð í klukkutíma eftir XII Skoðaði Edda þetta glæsilega reiðhjól. Við erum buin að lesa fram og aftur um Kalla kött sem finnst gaman að hjola og loks gat Edda séð eitt slíkt með berum augum.


7.12.12

Elska að hata

Facebook.  Ég elska að þola ekki facebook, twitter, allt þetta social media dót.  Þess vegna finnst mér þessi grein skemmtileg.  Það er svo gaman að lesa um það sem maður er sammála.

Nú viðurkenni ég það alveg að skoða af og til facebook.  Óli er á facebook og ég kíki stundum á news-feedið ef ég meika ekki að fara að gera það sem ég ætti að fara að gera.  En mér finnst það ekki skemmtilegt.  Þetta er nú meiri krísan.  Eða þannig.  Svosem ekki.

Edda fór á bókasafnið í dag með barnfóstrunni sinni henni Cris.  Hún skemmti sér ljómandi vel.  Ég fékk senda mynd af henni skælbrosandi og þegar þær komu aftur fór Edda ekki að skæla.  Duglega stelpa.

Þetta er síðasta helgin áður en við Edda förum til Ísland og Óla langaði að gera eitthvað skemmtilegt með okkur.  Við vorum svona að velta því fyrir okkur hvað það ætti að vera þegar ég rakst á menningalega sýningu í risa bragga þar sem rólur hanga úr loftinu og gestir mega róla sér.  Eddu finnst svaka gaman að róla.  Þetta er alvöru listasýning.  Ég held það sé ekki til betra aktivitet fyrir svona litla fjölskyldu eins og okkar.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?