28.8.11

SaumaskapurÉg veit ekki hvort systir mín rifni af stolti þegar hún sér afraksturinn af kvöldinu en fyrir mér er þetta stórsigur. Ég kveikti á saumavélinni. Fattaði hvar tvinnakeflið átti að vera (það liggur lárétt!). Setti tvinna á spólu og kom henni fyrir. Fattaði hvernig á að skipta um spor á þessu tryllitæki. Saumaði síðan heila 9 þvottapoka og eitt þvottastykki úr slopp sem mamma átti fyrst, síðan ég og gott ef Sunna ekki líka.


Irene farin norður

Irene olli ekki miklum usla hérna á upper west þar sem við Óli erum. Við vorum við öllu viðbúin. Ég eldaði kjúklinginn fyrir daginn í dag í gær ef svo skyldi fara að hér yrði rafmagns og gas laust. Óli fyllti allar bjórflöskurnar af vatni og tók inn svala húsgögnin. Það er betra að vera öruggur en með eftirsjá, eins og menn segja hérna megin við Atlantshafið. Hundruðir þúsunda manns eru án rafmagns og tré eru hér brotin útum allt.

27.8.11

In the eye of the storm

Náttúruhamfarir frá öðrum heimshlutum halda áfram að leggja leið sína til New York. Í þetta skiptið er það fellibylur og hann, eða hún, heitir Irene. Hann á að koma hingað í fyrramálið en mayor Bloomberg er við öllu viðbúinn í þetta sinn og það er búið að loka subway í fyrsta sinn í hundrað eða fleiri ár. Hundruðir þúsunda hefur verið skipað að flýja heimili sín, mandatory evacuation, og fólk er búið að byrgja sig upp af vatni og mat.

Við fórum í matvöruverslunina í gær og þar var hálfgert stríðsástand. Fullt útúr dyrum. Við fengum varla körfu og hillurnar voru hálftómar. Allt vatnið farið, ekki það að við ætluðum að kaupa vatn en ég ætlaði að kaupa súrmjólk og hún var uppseld. Svolítið spennandi. Við erum búin að taka svalahúsgögnin inn og blómapottana inn í svefniherbergi.

Og nú er bara að bíða. Ég er að skrifa abstract til að fara á ráðstefnu í Barcelona. Svaka spennandi. Nýjar pælingar. Revolutionary. Vonandi.

24.8.11

Nammi namm

Eitt af því góða við að vera atvinnulaus er að þá er nægur tími til að elda og njóta þess að vera til. Í gær bjó ég til pasta. Ravíólí með grænkálsfyllingu. Það var ljómandi gott. Reyndar sauð ég það ekki alveg nógu lengi en þetta var líka fyrsta tilraun. Óli drakk heimabrugg með og við fíluðum okkur svaka vel. Eggin og hveitið í pastanu frá bóndabæjum í New York fylki. Fyllingin líka að undanskildum ostinum. Hann var frá Ítalíu. Tómatarnir líka local. Hérna er mynd af Óla.Ég gerði tagliatelle úr afganginum af pastadeiginu og í hádeginu var meira pasta. Með local lauk, grænkáli og papriku. Það var líka ljómandi. Núna er Óli í eldhúsinu að elda kræklinga. Á belgíska vísu. Það finnst okkur einnig gott. Ljúfa líf.

23.8.11

Drami í max

Við Óli sitjum í mestu makindum við hádegisverðaborðið að borða nýbakað brauð og rauðrófusalat. Messa í C minor eftir Mozart ómar um allt þegar borðið fer að skjálfa og skáphurðirnar sveiflast fram og aftur. Jarðskjálfti sem átti upptök sín í Virginíu var að hrista okkur. Við höfum náttúrulega tekið vel eftir í allskonar fræðslumyndböndum og drifum okkur í hurðakarminn. Manni líst nú ekki á blikuna í svona múrsteina höll eins og við búum í. Síðan hlupum við niður alla leið út á götu og þar er að sjálfsögðu bara allt í himnalagi. Enginn hefur tekið eftir neinu og ekkert er öðruvísi en við er að búast. Svo við máttum þramma aftur upp alla stigana til að klára hádegisverðinn. Messan tók á móti okkur lafmóðum. Mjög dramatískt.

20.8.11

Komin aftur heim...

til Óla míns.

Héðan er allt ljómandi gott að frétta. Í gærkvöldi kom mesta hellidemba sem ég hef á ævinni séð. Það sást ekki í næsta hús.

Ég átti ljómandi góða ferð til Íslands. Heim til mín. Tíminn leið náttúrulega allt of hratt. Maður heldur að maður geti gert svo margt en síðan fer mest allur tíminn í afslöppun og huggulegheit. Sem er ekki umkvörtunar efni.

Hérna í New York er ég ólétt. Komin 4 mánuði áleiðis og 5 eftir. Barnið á að fæðast í Janúar. Á afmælisegi pabba síns eða afa. Við erum búin að segja upp leigunni á þessari fínu íbúð. Eins og það er gaman að labba upp alla þessa stiga. Snökt snökt. Ég er að fara að leita að subletti einhverstaðar útí sveit hugsa ég. Er tilbúin að flytja úr þessari borg. Í bili allavegana. Sjáum til hvað gerist.

12.8.11

Everyday stories

Ég var að setja inn link á síðuna. Hérna til hægri. Þetta er link á brjálað flott project sem fjallar um að fá innblástur til að lifa á vistvænan máta. Þetta eru sögur um fólk sem býr í borgum og spekulerar mikið í því hvernig allt sem þau gera og fást við hefur áhrif á umhverfi þeirra. Skoðið þetta!

Annars er ég bara á Íslandi og það er náttúrulega frábært. Svo yndislegt hérna alltaf. Og gott veður. Ekki kaldhæðið. Yndislegt að fara upp í sveit eða oní bæ.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?