24.11.05

Jólastemmning

Það er alveg ómögulegt að lesa blogg fólks sem býr í Danmörku. Það er bara svo hrikalega huggulegt hjá því. Það er í Tívolí að skoða jólasveina, fá æbleskiver og glögg eða fara yfir til Þýskalands á jólamarkaði. Hérna í Chicago er bara hlussustórt og ósmekklegt jólaskraut. Ég er að reyna að bæta úr þessu, appelsínu-krydd-te og piparkökur eru á boðstólnum hérna á skrifstofunni hans Óla. Óli var að flytja á nýja skrifstofu. Í henni koma allar pípur byggingarinnar saman í einhverskonar partí svo þar er svaka heitt og notalegt. Og með appelsínutei og piparkökum er ljómandi jólastemmning hérna.

23.11.05

Thank god it's thanks giving

Já, hinn langþráði hátíðardagur: þakkargjörðardagur, er á morgun. Það er alveg yndislegt. Þetta er dagurinn þar sem allir í kringum mig vinna hörðum höndum að því að búa til máltíð sem er algjörlega óspennandi í mínum huga. Kalkúnn og sulta.

Í staðin fyrir að taka þátt í stressinu þá verum við Óli í rólegheitum. Ég er ofsalega hrifin af því að vera í rólegheitum. Það stendur til hjá okkur að kíkja úr bænum til hungraða steinsins (starved rock). Og fara í göngutúr um svæðið. Hér í Chicago er ekkert nema hús og götur og ég er alveg að missa vitið af því að hafa ekki séð hól í marga mánuði. Af öllu því sem maður getur saknað, þá datt mér aldrei í hug hólar eða hæðir. Hvað verður næst, fjölskyldan???

Djók auðvitað. Konur eru eins og bylgjur. Það segir Dr. John Gray, PhD. Ég veltist á milli þess að sakna Íslands og sakna þess alls ekki. Núna sakna ég þess svaka mikið. Að sitja í elshúsinu upp í stóró og fá hafrakex og sterkasta kaffi í heimi. Það er svo notalegt að ég fer bara að hágráta á skrifstofunni minni þegar ég hugsa til þess. Eins gott að allir eru farnir heim til sín að klóra sér í kollinum yfir þessum 30 kílóa kalkúnum.

21.11.05

Stress og læti

Já, ég er sko búin að vera í 17. gír síðan síðast. Lesa greinar, skrifa úrdrátt, gera uppkast, finna sambönd (milli agna). All work and no play. En handan við hornið er þakkargjörðahátíðin. Við Óli höldum hana ekki hátíðlega en tökum frídagana með fegins höndum. Ég er búin að panta útivistardag í Starved Rock. En það er líka það eina. Síðan er bara vinna.

Reyndar gæti verið að mér verði boðið út á fínan franskan veitingastað. Maðurinn minn vann nefnilega stóra pottinn í póker leik um helgina. 140 dollara. Hann fór beint í "entertainment wallet" og vonandi bráðum til Charlie Trotters. Ætli hann myndi ekki biðja um 1400 dollara. Kannski ekki. En við búum ekki við mikla vosbúð þessa vikuna. Í gær eldaði ég fullan græna pottinn af chilli. Oops, gleymdi að setja papriku, var bara að muna það núna, ææ. Anyways, góða viku kæru vinir. Vona að þið hafið það gott.

14.11.05

What do we have for entertainment?

Loksins búin að fara yfir þessi heimadæmi. Eins gott að ég er með félagana úr Clash til að halda fjörinu uppi hérna. Prófessorinn sem kennir þennan kúrs sem ég er aðstoðarkennari í er svo óskipulögð og út og suður að það er bara ekki hægt að vinna með henni. Ég er svosem alveg hætt að nenna að vera að klikkast á henni en hún er alveg hrikalegur kennari. Ég myndi vera miklu betri.

Fyrir utan að fara út að borða í morgunmat og versla aðeins í matinn (og gleyma einum innkaupapoka í búðinni! - þessum með piparkökuhúsinu!!) þá var ég bara að vinna alla helgina. Gerði heimadæmi fyrir alla kúrsana sem ég er í. Reyndar heimadæmi sem átti að vera búið að skila nema eitt því kennarinn gaf framlengingu. Jamm, það var kveikjan að þessum pósti um forgangsröðun. Því ég ákvað að vinna í "mikilvægum" hlutum frekar en "urgent" hlutum. Veit ekki hvort ég legg í það aftur.

Lou Mittchell´s varð fyrir valinu þessa helgina. Morgunverðar-diner. Hann var víst upphafspunktur á 66-leiðinni. Þar fékk fólk sér morgunmat áður en það lagði í hann. Nú er búið að leggja niður route-66 en Lou Mitchell´s er ennþá í góðum fíling. Meðan maður stendur í röð að bíða eftir borði kemur kona með punga og gefur manni til að snarla ef maður er alveg að drepast. Við vorum alveg að drepast. Eða reyndar ekki en hversu oft fær maður punga? Síðan fá konur og börn "Milk-Duds" og þá er búið að losna borð og manni er vísað til sæti. Þegar maður er búinn að panta, þá fær maður appelsínubita og sveskju sem er búin að liggja í kanil-baði. Mér varð strax hugsað til gamla fólksins á elliheimilinum. Fær ekki að fara frammúr áður en það borðar skyldu-sveskjuna. Síðan fær maður matinn sem maður pantaði og borðar hann. Þegar maður er að finna til peninga til að borga þá fær maður ís. Halló! Ís í eftirmat af morgunmat. Er einhver heima! Þetta var voða gaman en maður er alveg afvelta eftir þessa syrpu.

11.11.05

Ok ok ok

Ætli ég geri þá ekki þetta klukk dæmi.

5 staðreyndir um mig sem fólk vill öruglega ekki vita af:

- Ég vildi óska að ég fengi enga reikninga eða þyrfti að kaupa inn eða díla við hversdagsleikann á nokkurn hátt. Ég væri til í að elda en ég myndi vilja að ískápurinn myndi fyllast af sjálu sér af dóti sem undirmeðvitundin mín myndi ákveða og senda skilaboð um til ____.

- Ég vildi óska að það væri stórt grjót, 10m hátt hérna fyrir utan húsið mitt sem ég gæti klifrað á.

- Mér finnst fátt betra en að vera í útilegu, fara ekki í sturtu í marga daga og borða grillaða kótilettu með puttunum og naga beinið þannig að fitan lekur úr munnvikunum.

- Svipað gaman finnst mér að fara á fínan veitingastað, fá gott vín og snigla og froðu-af-aspas súpu og annað góðgæti sem kokkurinn er í stuði til að elda.

- Eldhúsáhaldið sem ég hugsa að ég myndi síst geta verið án er Bodum kaffikannan mín.

9.11.05

Forgangsröðun

Það eru fjórir mögileikar. Annað hvort er það mikilvægt eða ekki mikilvægt. Síðan getur það verið "urgent" eða "ekki urgent". Að horfa á sex and the city er urgent og ekki mikilvægt. Það er urgent því ef það gerist ekki núna, þá mun það ekki gerast. Heimadæmi fyrir morgundaginn er urgent og mikilvægt. Nokkuð sem er hvorki urgent né mikilvægt er að búa um rúmið sitt eða umraða kryddum í eldhússkáp. Mikilvægt en ekki urgent er að vinna í rannsóknaverkefninu sínu. Það skiptir ekki máli hvort maður vinnur í því í dag eða á morgun, þó ekki væri nema í næstu viku. Gefa knúsíbollunni sinni axlarnudd er mikilvægt en ekki urgent. Fara að klifra er mikilvægt en ekki urgent. Lesa ákveðna grein er mikilvægt en ekki urgent. Mæta í kennslustundina sem maður á að kenna er mikilvægt og urgent. Sjá félaga sinn verja doktorsverkefnið sitt er mikilvægt og urgent.

Það sem fer í taugarnar á mér er að það sem er mest mikilvægt er aldrei urgent. Svo ef maður spáir ekki svaka mikið í því sem maður er að gera á hverjum tíma þá endar maður alltaf með að gera það sem er urgent en ekki það sem er mikilvægast.

7.11.05

Klifur og hlaup

Á sunnudögum er alltaf best að fara að klifra. Þennan sunnudaginn tókum við lestina lengst suður og fórum í gym sem fjölskylda nokkur á og rekur með stakri prýði. Í flestu komplimentum við Óli hvort annað frekar vel. Hann er músíkalskur, ég er sportí. Honum eru fjármál hugleikin, ég er meira fyrir umhverfismál. Óli heldur með lakkrís, ég súkkulaði, Óli þolir ekki Júróvisjón, ég elska það. Allavegana, eitt sem við eigum sameiginlegt er að geta aldrei gert neitt á réttum tíma. Svo það er alveg vonlaust fyrir okkur að taka lest sem kemur á tveggja tíma fresti. Klukkan sjö mínútur í að lestin fer sátum við við morgunverðaborðið að borða ristabrauð. En það tekur einmitt um sjö mínútur að labba í lestina. Ég get varla skrifað um þetta, einn hvirfilvindur og við þutum af stað, hlupum eins hratt og við gátum. Og ég fattaði að ég hef ekki hlaupið eins hratt og ég get síðan ég var 12 eða eitthvað. Svaka sjokk frá því að vera að dreypa á kaffinu í það að gleyma að fara í jakka og þjóta niður götuna. Jæja, við komumst allavegana í lestina, hittum Elliot og áttum hrikalega góðan dag.

4.11.05

Betra blogg

Vil endilega skrifa aðeins jákvæðara blogg áður en helgin skellur á. Ég er að vona að núna þegar önnin er miklu meira en hálfnuð, 6. vika af 10 að klárast, þá sé miðannarþunglyndinu lokið. Í næstu viku á ég að presentera grein í Journal Club. Greinin er eftir Edmond og Huh! Þetta er ekki ég að vera klikk heldur heitir maðurinn Huh.

Cups-projectið er að rokka feitt. Bollarnir eru alltaf uppteknir. Ég held að tilraunin hafi farið á skrið eftir að ég sagði svona tíu einstaklingum frá henni og hvatti þá persónulega til að nota kermaik-bollana. Fyrir það voru allir smeykir við að taka þátt. Smashing success er lokaniðurstaðan. Það er reyndar eitt sem ég er ósátt við og dregur verkefnið eindregið niður eru viðbrögð þeirra sem stjórna kaffivélinni og öllu sem henni fylgir. Það er eins og þau hafi skilið þetta þannig að við/þau (tölfræðideildin) vildi fá bolla sem meira fútt er í. Nú eru því keyptir bollar, sem eru einnota, en eru svo massívir að þeir ættu náttúrulega að vera margnota. En þetta eru einnota-tegund af bollum og því henda allir þeim eftir notkun. Ég átta mig samt ekki á því hvernig þeir standa sig í samanburði við frauðplastbollana. Þeir eru úr hörðu plasti. Ég verð að athuga hvort ég geti ekki komist að því. Það hefði nú mátt komast hjá þessu vandamáli með því að vera prófessjónal og hafa samband við þetta fólk til að byrja með. En ég var svo æst í að það væri leyndó svo ég gerði það ekki. En smá umræða hefði auðveldað málið. Alltaf lærir maður nú eitthvað nýtt. Góða helgi!

3.11.05

Og Seríós á daginn

Í NYT í dag var grein um unglinga. Það er ekki algengt. Þessi grein hét "Ekki lengur læstar dagbækur heldur blogg á veraldarvefnum". Getiði hvað! Það eru skólar sem tekið hafa upp þá stefnu að banna nemendum að vera með blogg. Yfirvöldum finnst unglingar ekki hafa vit á að greina hverskonar hugsanir á að halda bara fyrir sig. Eins og "ég fékk að vita það í þriðja tímanum í dag að ég er kynþokkafull, það rokkar! (it rox!)" Ég var svolítið hissa á þessu banni, allt má nú banna, en yfirhöfuð var þetta skemmtileg grein. Það var reyndar líka í blaðinu að Kína var að enda við að banna demókratísk blogg. Ætli Ísland muni einhvern tíman banna Húrra!! Ha ha, það væri nú fyndið.

Í gær kom í fyrsta skipti fyrir mig að nemandi fór að gráta í tímanum mínum. Það var stelpa. Ég reyndi að hugga hana og það gekk ágætlega.

Síðan er strákur á fyrsta ári (ég er núna á öðru!) sem þolir mig ekki. Ef ég labba inn í herbergi þar sem hann er fyrir, þá stendur hann upp og fer. Ég skil ekkert í þessu en fyrir utan að finnast þetta furðulegt þá finnst mér það ágætt því þessi gaur er frekar óþolandi. Hann er klárlega alveg úti að aka, hvernig er hægt að vera illa við mig, ég er sali-roleg og chilluð alltaf.

Ég er alveg að ganga í gegnum eitthvert miðannarþunglyndi þessa dagana. Nenni ekki að gera heimadæmi en borða frekar kartöfluflögur og horfi á Ellen DeGeneres. Óli er á DOOM en það er hreint inni hjá okkur. Því ég vaknaði klukkan átta í morgun og fór að taka til og þrífa. Mótívasjónin var Regína sem kom hingað spes til að taka til og þrífa því ég var búin að biðja hana um það. Á sunnudaginn fann ég tuttugu dollara úti á götu og notaði hann til að borga henni. Óli er ekki mjög hrifinn af þessu fyrirkomulagi en ég hef aldrei verið með fyrirkomulag sé ég hef verið hrifnari af. Svo núna er ég bara að vona að ég finni fleiri seðla úti á götu.

Jebb. Þannig er nú það. Ég er byrjuð á þriðju bókinni í seríunni Song of Ice and Fire. Það er geðveikt góð sería og ég spyr mig reglulega hvenær gerð verði bíómynd um hana. Í dag voru tuttugu gráður í Chicago! Litlu krakkarnir drifu sig náttúrulega í mini pils og sandala. Þau nota nú hvaða tækifæri sem er til að sýna smá skinn. Jæja. Þetta voru helstu fréttir frá Chicago. Á morgun er föstudagur og dagurinn sem vaskir jarðeðlisfræðinemendur byrja nýja hefð. Ætli það muni ekki koma í ljós hvort þetta verði hefð. Ég hef mikla trú á því að það verði. Þetta er happy hour klukkan fjögur. Það er nefnilega annar happy hour sem byrjar klukkan hálf sex. En það er raunvísindadeildin sem sér um þann hamingjusama tíma.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?