29.6.05

Heitt heitt heitt

Það er klikkað heitt í Chicago. Hitabylgja og þurrkir. Dísús.

Ég fór á skrifstofuna hans Óla að sækja eina bók. Það eru fjórir EINS lyklar á lyklakippunni hans og aðeins einn þeirra gengur að skrifstofunni. Nema það eru tvær skrár og erfitt að átta sig á því hvora á að nota.. plús þá er þetta eldgamalt drasl og maður þarf að toga í hurðina eða eitthvað. Allavegana, ég hamaðist á hurðinni, prófaði alla lyklana tvisvar, blótandi og bölvandi. Að lokum komst ég inn og heyrði eitthvað skrjáfur inni í tölvuherbergi. Svo ég labbaði þangað inn og nema hvað, þá er þar náttúrulega aumingja Min-Sun, sem er pínulítil og sæt kóreönsk stelpa, skjálfandi á beinunum að tala við mömmu sína í símann. Fyrir svona ári var hún ein á skrifstofunni þegar brotist var inn, rúðan í hurðinni brotin og drukkinn maður ráfaði eitthvað um. Grei stelpan sat undir borði í klukkutíma eftir að hann var farinn að bíða eftir lögreglunni sem hún hafði hringt í en fann ekki hvar skrifstofan var. Hún var svaka fegin að sjá mig. Ég dauðskammaðist mín fyrir að hafa ekki kallað hó hó, þetta er bara ég!

Núna verð ég að fara að pakka. Best að finna til vetrarfötin. Mér skilst að það sé ískalt þarna fyrir sunnan.

Ótrúlegir hlutir gerast í Chicago

Nú á ég ekki orð. Ég er orðin svo voksen. Ég var með tvær samlokur, aðra borðaði ég í skólanum í dag. Hina tók ég með heim. Hún var reyndar vafin í pappír því þetta var subway-samloka. Þegar ég er búin að borða samlokuna meðan ég horfði á "The Real Gilligans Island" þá var smá salat og eitthvað eftir í bréfinu. Og eitt annað líka. Ég trúi því ekki að ég sé að segja þetta en það var. Baby-kakkalakki.

Ég fríkaði út, aðeins, en núna er allt í lagi. Ég náði bara í ruslafötuna og ýtti öllu saman í hana. Ef ég mætti bara velja eitt sem mér líkar ekki við þá yrði það að vera kakkalakkar. Fullorðnir. Baby eru betri.

Talandi um Gilligans Island, þá er fröken Erica Baywatch skvísa kvikmyndastjarnan. Hún er ekkert smá sæt. Ég var alveg búin að gleyma henni. Hún er bæði sæt og kúl. Way to go þeir sem voru skotnir í henni!

Algjört bögg með stupid forrit

Það er svo óþolandi þegar forritið manns virkar ekki. Ég veit bara ekki hvað er að og mig langar miklu meira að fara bara í frí og gleyma þessu. En samt ekki. Æ æ.

Ég er á leiðinni til Santa Barbara á morgun. Vonandi fæ ég hugljómun þar. Um daginn fann Óli svaka díl á netinu. 80% afsláttur af Ralph Lauren skyrtum. Það var nú ekki annað í stöðunni en að skella sér á nokkrar. Núna var þetta að koma í póstinum og ég ákvað að máta mína. Mér líður ekkert smá furðulega í Ralph Lauren bol. Það er bara weird. Ég vona að enginn sjái mig og haldi að verið sé að borga doktorsnemum of mikið. Ég þori ekki að borða neitt því ég er viss um að ég eigi eftir að sulla á mig. Kannski grennist ég svaka ef ég kaupi allsonar Ralph Lauren föt. Það væri dýr megrunarkúr en líka skemmtilegur.

28.6.05

Vinnubrjálæði

Þessa dagana er ég alveg á útopnu að reyna að skrifa forrit. Það gengur bara sæmilega. Ég þori ekki að segja leiðbeinandanum að ég sé að fara í frí og sem betur fer er hann líka að fara í frí núna og vonandi mun hann aldrei vita að ég fór í frí á Kalíforníustrendur þegar mest lá við að vinna í verkefninu.

Annars er bara ljúft að vera "laus og liðug". Það eru sætar kartöflur í hvert mál hjá mér núna. Hrikalega góðar þessar sætu kartöflur. Best að halda áfram...

á

26.6.05

Brúðkaup yfirstaðið

Loksins rann stóra stundin upp fyrir ungu brúðhjónin. Við Óli vorum líka kát. Við tókum þátt í öllu sem okkur var boðið í, kirkju athöfninni og síðan dansiballinu og matnum. Allt var hið glæsilegasta. Kirkjan var mjög falleg og brúðarmeyjarnar voru líka fallegar, í svona fjólubláum kjólum allar eins, eins og þær séu að fara á high-school prom. Ég var náttúrulega lang glæsilegust allra kvenna á staðnum. Í antik-kjólnum mínum þessum bláa og hvíta í nýju háhæluðu skónum. Enginn var í hærri skóm en ég.

Maturinn var góður og kakan líka. Það var heilt band að spila og bæði söngkona og söngvari. Söngkonan var svaka góð. Enda svört. Ég held að allir svertingjar séu góðir að syngja. Þeir eru líka alltaf syngjandi. Út á götu, inní strætó, hvar sem er.

Núna er Óli í flugvél á leiðinni til Santa Barbara. Ég ætla að kíkja líka á fimmtudaginn. Við ætlum í vínsmökkun. Kannski að klifra líka.

24.6.05

Engar ýkjur hér

Þar sem ég var að ganga í skólann áðan sá ég tvo litla íkorna að leika sér. Það er nú daglegt brauð og ég kippi mér ekki upp við það. En illa leist mér á blikuna þegar þeir tóku á rás Á mig, og annar skaust á milli lappanna minna þar sem ég var að ganga. Þeir hlaupa svaka hratt þessir íkornar, og skjótast upp tré eins og ekkert sé. Ég var bara dauðfegin því að þeir héldu ekki að ég væri tré. Þetta var scary situasjón.

Annars er ég að reyna að forrita í Matlab núna. Ég hélt að eitt væri komið alveg pottþétt en núna virkar það ekki bofs sem er súrt því ég get ekki séð annað en þetta ætti að virka geðveikt vel. En Matlab tekur sig vel út á nýju tölvunnu, og ég líka, sem er náttúrulega aðalatriðið.

23.6.05

Hefð fyrir þvi að blogga i apple-buðinni

Þá erum við hjónin stödd í apple-búðinni í annað sinn á þessu ári. Í þetta skiptið er ég hin heppna og er að bíða eftir því að auka minni sé sett inn á nýju tölvuna mína. ibook. Jei!

Kveðjupartíið fyrir Rodrigo, Margréti og Sól var svaka skemmtilegt. Við keyptum flest húsgögnin þeirra og eigum núna svaka hip stofu. Þeim leið því alveg eins og heima hjá sér heima hjá okkur. Og þannig vill maður jú að gestunum sínum líði.

Þessi bæjarferð hefur verið með eindæmum vel heppnuð. Ég á núna í fyrsta skipti háhælaða skó. Þeir eru úr silfri, eða það held ég allavegana. Ég er nefnilega að fara í brúðkaup á laugardaginn og verð í svo glæsilegum kjól að það var ekki annað hægt en að fá háhælaða skó. Óli er líka búinn að óska sér þess síðan við kynntumst.

Þetta blogg er ég núna að skrifa á tölvuna mini mac. Hún er svo lítil að ég gæti sett hana í hliðar-hand-veskið sem ég er með og það er svaka nett. Jæja...

21.6.05

Tyrkneskur málsháttur

Óháð því hversu lengi þú hefur gengið niður rangan veg. Stanzaðu og snúðu við.

Vinur minn sagði þetta við mig í morgun. Ég verð að segja að mér finnst þetta ekki upplífgandi málsháttur. En ég ákvað að taka mark á þessum vitru orðum og er núna að vinna í því að láta verkefnið stanza, það er reyndar ekkert mál að láta það stanza, meira mál er að láta það snúa við. Núna er ég semsagt hætt í bili að skrifa það í fortran. Matlab hafði yfirhöndina. Ég held það sé líka skynsamlegt miðað við að það er aðeins einn mánuður til stefnu.

20.6.05

Frísk frísk frísk

Í gær fékk ég rós! Það gerist sko ekki á hverjum degi og ekki á hverju ári að ég fái rós. Og ekki vissi ég að rósir hefðu lækningamátt en svo virðist vera því ég varð frísk við að fá þessa rós.

Það er alltaf eitthvað og núna eru það tölvur. Heima hjá mér, á litlu borði sem hugsað er til að skrifa við og gera heimadæmi, eru núna 3 skjáir, 3 lyklaborð, reyndar bara tvær tölvur en fleiri tölvu-accessories en ég get talið hvað þá nefnt. Alveg crazy. En ég er að byrja í yoga. Það er það besta sem ég veit. Þá læri ég að sjá ekki snúrur og tölvuhluti. Mmm.

17.6.05

Vítamínskortur hvað er í gangi

Ég er bókstaflega alltaf eitthvað lasin. Einu sinni á önn og það eru 3 annir. !$/%"$#. Óli heldur að við borðum ekki nógu hollan mat. Það er samt eitt alveg sæmilegt við það að vera lasinn. Þá sér maður myndir eins og Dirty Dancing sem er algjör hrópandi snilld. Ég var alveg búin að gleyma því hversu frábær þessi mynd er. Og hversu sexý herra Swazey er. Það er næstum því nóg til að lækna aumingjans stúlku hró.

16.6.05

Klifurferð Kentucky - Very nice

Klifurferðin til Kentucky gekk stórvel. Við lentum reyndar í stormi og ég ofreyndi mig en þrátt fyrir það var algjört æði að komast frá Chicago í náttúruna að klifra. Hérna er mynd af mér að klifra brautina sem síðan gerði útaf við mig. Þetta er allt of erfið braut fyrir okkur en við hittum stráka sem voru að klifra hana og buðust til að setja upp fyrir okkur reipið, og við gátum ekki annað en þegið það, þannig að þá gátum við ekki annað en reynt við hana og síðan þegar Óli var búinn að komast alla leið þá var ekki annað í spilinu fyrir mig en að komast upp líka. Þó að það tæki mig klukkutíma og alla þá orku sem ég hafði fengið úr Kentucky náttúrunni.
Posted by Hello

9.6.05

Sumarfrí ótrúlegt

Mér finnst eins og ég hafi aldrei áður fengið frí. Mér líður bara þannig. Núna er ég komin í sumarfrí og þessi tilfinning, ég man bara varla eftir henni.

Það er ekkert sem ég þarf að gera fyrir einhvern annan en mig. Auðvitað er 'vinnan' mín reyndar þess eðlis... en ef maður vinnur ekki heimaverkefnin sín, þá getur maður ekki haldið 'vinnunni'. Ég vissi bara ekki hvað ég átti af mér að gera að ég settist niður til að skrifa blogg.

Hmm. Núna er ég búin að því. Aumingja Ólinn minn er að skrifa ritgerð. Henni á að skila um hádegið á morgun og hann hélt að hann myndi vera þangað til að skrifa. Var með fleiri lítra af kóki og RedBull. Svo ég er bara ein heima. Skúbbídú.

Eitthvað tuð... bara smá viðvörun

Ohh, það er nú ekkert venjulega frústrerandi að vera jafn tölvu-tækni-heimasíðu-handicapped og ég er. Núna þegar ég komin í frí þá datt mér í hug að reyna að flikka upp á síðuna mína, því hún er jú, jahh, frekar gamaldags...

Ég er búin að hlaða niður tvemur forritum sem hjálpa manni að flikka upp á síðuna sína. Í framhaldi þess datt mér í hug að setja inn mynd af mér. Algjörlega reasonable. Nema hvað, ég finn hrikalega fína mynd, hún hrópar "America America, come my darling, enjoy, love, live!! There are no cats in America" Semsagt, mjög viðeigandi. Allavegana, nema hvað, þá sentist hún á vitlausan stað. Ég ætlaði að gera eitthvað fancy svona horn-dæmi, en hún er föst, pikk-pikk föst í dálknum. Þar sem hún á náttúrulega absolutely alls ekki að vera.

Ég er alveg miður mín. Sem er alveg vonlaust svo ég er hætt því. Vonandi finn ég útúr þessu.

Annar er hrikalega gott að vera búinn í skólanum. Ég bauð Kelly skólasystur minni á svalirnar í bjór... sem ég er víst búin að segja nú þegar en það var bara svo ljúft.. Síðan fórum við Óli á Body Worlds sýninguna sem er hérna litterally í næsta húsi, okkur varð báðum hálf ómótt. Þetta eru alvöru líkamar sem reyndar er búið að "plasta" en 120 stykki, ég væri sátt við 12 sko.

Það sem mér fannst mest kúl var æða-fjölskyldan. Plastefni er, í stuttu máli, dælt inn í æðakerfið einhvernveginn þannig að blóðið fer (eitthvert) og eftir er þetta plast sem fyllir upp í alla æðina. Síðan er haldið ensím-partý og allt annað en plastið er "étið" og það sem eftir stendur er net af manneskju, sem eru æðarnar. Þetta er gert við konu, karl og barn. Barnið er á háhest á karlinum og þau virka mjög hamingjusöm.

8.6.05

Eitt ár - DONE

Síðasta prófið búið. Sumarið komið. Ég trúi þessu varla. Þetta hefur verið ótrúlegt ferðalag og endaði núna, formlega, með köldum bjór á heitum degi á svölunum mínum.

Hversu góð getur tilveran orðið. Rósir eru í blóma, sumarið, huggulegheit, love...

5.6.05

Mismunandi bruggaðferðir

Mér finnst mjög merkilegt hvað það hefur mikil áhrif á kaffið hvernig maður bruggar/lagar það. Ég á núna þrjár mismunandi grægur til kaffilögunar. Pressukönnu, ítalska könnu og síðan víetnamískt tæki. Ég nota sömu baunirnar í allar könnurnar en mala þær misfínt. Afurðin er ótrúlega mismunandi.

Pressukannan gefur íslenskasta kaffið. 'Passlega' sterkt, gott, jafnt bragð, ekki og súrt en samt mikið. Ítalska kannan gefur miklu þéttara kaffi, kraftmeira. Víetnamska græjan gefur áhugavert kaffi. Í fyrsta lagi er það svaka sætt því maður setur mikinn sykur en bragðið er líka óvenjulegt, það er mikið kaffi bragð, ekki eitthvað corporate-bragð eða þannig... Ég kann nú eiginlega best við bodum könnuna mína, enda er að lagast kaffi í henni akkúrat núna.

Gaspacho

Hér í Chicago er farið að hitna all óþægilega. Það kemur ekki að sök fyrir mig því ég á svo myndarlegan eiginmann sem eldar Gaspacho á tímum sem þessum. Tvö tonn af grænmeti saxað smátt og súpan er til. Alveg himneskt.

Í Hyde Park stendur núna yfir listahátíð. Fullt fullt af listamönnum og handverksfólki er með bás og það úfir og grúfir af fólki fyrir utan húsið okkar. Það er mjög góð stemmning og ég keypti meira að segja eina sleif í gær. Hún er úr eik og pússuð mjög mjög vel.

4.6.05

Læra fyrir próf...

Jamm, það eru að koma próf. Ég nenni alls ekki að rifja upp fyrir þau. Það er jú komið sumar.

Ég hef svosem ekki yfir neinu að kvarta. Í gær fórum við með gesta-fyrirlesarann á svaka fínan sushi veitingastað. Allir prófessorarnir voru eitthvað voða mikið uppteknir svo við nemendurnir skipulögðum bara kvöldverð án þeirra. Við vorum spenntust yfir því að nýta það út í ystu æsar að vera með engar hömlur á fjárútlátunum. Japanir eru nú snillingar þegar kemur að matargerð. Ég held ég muni aldrei gleyma þessari máltíð. Það besta var ígulkerið. Uni. Maður skynjar fjöruna, sjávarþorpið, lífriki sjávar og allt hafið í þessum bita. Alveg ótrúleg upplifun.

Í dag fórum við Sarah saman á bónda markaðinn og keyptum lífrænt ræktað grænmeti, ég keypti líka hveitiklíð og einhverskonar fræ. Get ekki beðið eftir því að vera búin í þessum prófum. Þá hefst sko tilraunastarfsemi fyrir alvöru. Ég er líka með heilmargar hugmyndir sem ég ætla að reyna að framkvæma í sumar. Ein þeirra er spil. Um daginn sló eldingu niður í mér og ég fékk þrusu hugmynd að spili. Í sumar er hugmyndin að reyna að búa það til og sjá hvort það virki. Óli er tuner-inn. Síðan vantar mig bara útgefanda. Er einhver sem les þetta blogg hugsanlega spilaútgefandi?

1.6.05

JÚNÍ!!

Tvímælalaust besti mánuðurinn. Skólanum að ljúka. Fríið er að byrja. Nammi namm. Síðustu tímarnir voru í dag. Reyndar á ég eftir að klára tvenn heimaverkefni. En hvað með það. Það er kominn júní.

Lífið hérna í Chicago er frekar ljúft. Það er hlýtt úti. Ég er að læra skemmtilega hluti. Ég er að fara að vinna í sumar í skemmtilegu verkefni. Eða það held ég allavegana. Margir vinir mínir verða hérna líka. Gaman gaman. Síðan koma mamma og Sunnsa í heimsókn. Ég skil bara ekki hversu ljúft lífið er eiginlega.

Hefur þetta alltaf verið svona. Er þetta bara það sem það þýðir að vera fullorðinn. Maður hefur það gott. Ég á svolíitð bágt með að trúa þessu. Þegar maður er unglingur þá er alltaf eitthvað vesen og erfitt. Eru þetta hormónar eða er maður bara búinn að þroskast og kann betur á heiminn? Mjög merkilegt. Streð er bara ekki til lengur. Allavegana ekki hjá okkur sem þénum peninga og búum í alvöru húsum úr steypu eða múrsteinum. Mér sýnist að ömmum okkar og öfum heppnaðist bara nokkuð vel við að gera þennan heim ljúfan.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?