30.4.05

Á puttanum í grænu milluna

Frumsýning myndarinnar "The hitchhikers guide to the galaxy" var í gær hérna í Chicago. Við Óli erum svona kúl fólk sem förum á frumsýningar þannig að við fórum náttúrulega í bíó í gær að sjá þessa mynd.

Emily kollegi minn skipulagði reyndar þessa bíó ferð. Við Óli höfðum aldrei vitað af þessu annars, við erum svona út á þekju fólk þegar kemur að umheiminum, en samt kúl... Hún bauð öllum sem vildu að koma í fyrir-party til sín og bauð upp á kynstrin öll af glærum drykkjum. Ég mæli ekkert sérstaklega með því að fara í bíó eftir nokkra tvöfalda gin og tónik, jafnvel þó það sé Bombay.

Eftir myndina kíktum við á Grænu Milluna. Það er með elstu jazz klúbbum í Chicago. Þar kunni Al Capone vel við sig og þar kunni ég vel við mig. Mjög huggulegur staður. Ljósakrónurnar eru úr við. Sem er fyndið því ljós kemst ekki auðveldlega í gegnum við en þær eru mjög tignarlegar. Það er samt frekar dimmt þar inni. Kannski það sé til þess að maður getur gert skuggalega samninga án þess að neinn taki eftir því.

Í kvöld er okkur boðið í mat til Young Jins (borið fram young gin!!) og Söru. Loksins. Við erum búin að bjóða þeim tvisvar! Young Jin sagðist ætla að búa til bestu grænmetisrétti sem ég hef á ævinni smakkað. Mig hlakkar svaka til. Þau eru líka vínáhugafólk (alveg eins og við) og eru alltaf með svakalega góð vín í fórum sínum.

28.4.05

Jæja

Stundum er bara ekkert að gerast. Um hvað á maður þá að blogga. Það er náttúrulega alltaf eitthvað að gerast, og alveg fullt að gerast í öllum heiminum, en bara ekki hjá mér. All work and no play...

Það er "global warming workshop" í gangi hérna í skólanum þessa dagana. Flestir prófessorarnir mínir eru með tölu og umræðu session og fékk að vera með í því í morgun. Núna er ég að bíða eftir því að krakkarnir mínir koma í tímann minn... Alltaf of sein í tíma þessi börn. Eftir þennan tíma er ég að fara á fyrirlestur hjá einhverjum sem er að sækja um stöðu hjá okkur og síðan er Aikido tími. Þannig að það er kannski ekki satt að það sé ekkert að gerast... Jæja, þau eru komin, best að reyna að hafa áhrif á þessi ungmenni.

26.4.05

Smá uppdeit

Heill mánuður án súkkulaðis. Ég veit ekki hvern ég var að reyna að blekkja þarna.

En skemmtilegustu heimaverkefi sem ég hef á ævinni fengið eru loksins að líta dagsins ljós. Ekkert smá gaman þegar maður fattar eitthvað eftir margra klukkutíma spekúlasjónir. I love it. Ég vildi að ég gæti farið í flikk flakk og skrúfur.

25.4.05

Hrikalega gott party

Hérna í stofunni minni er ég í góðu geimi með bæði gömlum og nýjum félögum. Franz er hérna og python, þetta eru nýjustu vinirnir mínir, og semur okkur frekar vel. Latex og vi eru hérna líka, þeir eru mjög góðir á því og ekki má gleyma gnuplot, we go way back, ghostview, xdvi, dvips, ssh og sftp. Síðast en ekki síst er Carry Bradshaw tölvan sem hýsir þetta súper partý og ég var nú næstum búin að gleyma kolanámumönnunum, þeim var nú reyndar ekki boðið en þar stendur líka hundurinn grafinn.

You´ll have a happy life if you do the things you like! (Franz vildi koma þessu á framfæri)

Ást, súkkulaði og kók

Ég spurði manninn minn hvort hann elskaði mig nógu mikið til að drekka ekki kók (eða C2) í heilan mánuð. Því samtali endaði með því að næsti mánuður verður súkkulaði frír fyrir mig. Æ æ æ.

Undanfarnar tvær vikur hefur tívótækið tekið upp OPRAH og ég setið alveg límd. Það var einmitt "the case" í dag, en aðeins vegna þess að korters brot af opruh var tileinkað Íslandi og fallegu konunum þar, þeas öllum konunum þar. Á Íslandi talar enginn um kynlíf, það þarf bara ekki að ræða það, allir eru að eiga það. Íslenskum konum finnst Amerískar konur líka hugsa allt of mikið um línurnar. Nú geta Amerískar konur fullvissað sig um að 101 Reykjavík er heimildamynd.

24.4.05

Ólablús

Ég er fastur í Homewood
því ég fór ekki á eigin bíl
...
Konan mín tíndi fæl
og hún finnur hann ekki
...

Við fórum í Climb on í dag, það rokkaði big time nema við vorum ekki á eigin bíl og þurtfum að taka tillit til þeirra sem keyrðu okkur, og við vorum tilbúin að fara heim löngu á undan þeim. Climb on er í suður Chicago í hverfi sem heitir Homewood.

23.4.05

það snjóar, halló!!

Það eru ekki nema 3 dagar síðan að hér var 30 gráða sólstrandar veður. Ég sat á svölunum með límonaði að lesa skólabækurnar. Núna snjóar, þetta er alveg ótrúlegt. Ég trúi þessu ekki.

Ég hugsa að ég sé jafn hissa og skipstjórinn á skipinu sem sökk við suðurskautslandið 89. Upptökur til tilkynningarskyldunnar eru eitthvað á þessa leið:

"I can´t believe it, the ship is sinking"
1 mínúta líður, næsta kall
"I can´t believe it, we are evacuating"
önnur mínúta líður
"I can´t believe it, abandoning ship"

Loftþrýstingur í lágmarki

Hrikalegt ástand hérna í Chicago. 2 stiga hiti og 1013 millibör. Svart ský var byrjað að myndast á skrifstofunni okkar Olgu.

Mér finnst það nú frekar pirrandi að skap manns fari eftir loftþrýstingi og veðurfari almennt. Veit ekki hvað ég á að gera í málinu. Vonandi lagast allt þegar við förum að klifra á morgun. Jibbi!

19.4.05

Opinbert fólk?

Það er eitt sem ég skil ekki alveg og það er í sambandi við opinberar stöður. Er það ekki fólk sem vinnur í þeim eða hvað er eiginlega í gangi?

Málið er það að ég fékk sekt fyrir að leggja "ólöglega". "Götusópun" átti að taka sér stað þar sem ég lagði á tilteknum tíma en ég hafði ekki áttað mig á því.

Þetta er algengt vandamál hjá bíleigendum og kostar meðalbíleiganda um $50 - $100 á ári. Það sem maður getur hinsvegar gert er að mótmæla og þá eru líkur á því að maður sleppi við að greiða sektina. Nú eru reyndir menn búnir að komast að því að ef maður orðar mótmælenda bréfið á ákveðinn máta þá eru miklar líkur á því að það sé tekið til greina.

Ég er einmitt komin með svona bréf í hendurnar og það er vægast sagt fáránlegt. Orðalag er skrítið, nokkur skrítin orð eru notuð aftur og aftur. Þegar maður les það grettir maður sig og hnyklar brúnirnar. Það gefur til kynna að það sé ekki fólk heldur geimverur sem spá í svona mótmælenda-bréfum. Þetta er mjög einkennilegt mál. Ég skil það ekki.

18.4.05

grillað tofu?

Um helgina nöppuðum við Óli okkur mjög klókindislega út um grill. Vegna þess að grill og línuskauta seasonið er komið! Og núna eigum við SVALIR. Það fyrsta sem við grilluðum í okkar hjúskap voru pulsur (organic) og sæt kartafla. Alveg hrikalega gott.

Drengirnir komust heilir á höldnu úr vínsmökkunarferðinni og höfðu með sér fullt af kjöti og eggjum sem þeir keyptu af bóndum sem stunda lífrænan búskap.

Ég er búin að uppgötva svakalega góðan rétt sem tekur aðeins 20 mínútur að elda. brokkolí-tofu . Mæli með honum sérstaklega fyrir nútíma fólk í tímapressu.

16.4.05

Ekki-hversdagslegt

Í gær var ég í Hyde-Park-Produce að kaupa tofu. (Tofu æði er í gangi.) Og þegar ég ætlaði að fara að borga var ég búin að gleyma því að ég hafði verið rænd og var ekki með neina peninga. Ég stóð alveg vandræðaleg og spurði sæta mexíkanann hvort þeir tæku GAP-kort. Hann bara hristi höfuðið. Ég fékk samt að taka matarföngin án þess að borga.

Í dag er Óli í dagsferð um Illinois með skólafélaga mínum að smakka vín og reyna að kaupa kanínur (eða hana) af bóndum. Konan hans Young Jins er líka upp í sveit en hún er að taka á móti geitum sem eru vonandi að fæðast um þessa helgi.

Það sem er hins vegar hversdagslegt er að ég er heima að læra.

14.4.05

Tillitsamir þjofar

Í dag komu ræningjar inn í bygginguna okkar, inn í skrifstofuna mína og stálu kredit kortunum mínum og peningum. Beint fyrir framan nefið á mér. En ég var of niðursokkin að útskýra gróðurhúsaáhrifin fyrir nokkrum krökkum að ég sá þá ekki. Sem betur fer áttaði Olga sig á hvað var að gerast og náði bjarga tölvunum okkar (Carey Bradshaw tölvunni minni! -og nýju tölvunni hennar) sem var hrikalega gott. Og þeir voru svo hugulsamir að taka bara reiðuféið mitt og 2 kreditkort (í Ameríku er maður ekki maður með mönnum nema maður eigi minnst 4 kort) (og ég átti einmitt 4). Ekki fína Hello Kitty veskið né ökuskírteini, stúdentaskírteini né sundkortið góða með ýmsum leyninúmerum, sem enginn myndi hvort er eð skilja, en ég alveg ónýt manneskja án.

Það var nú líka frekar fyndið að hringja í kretitkortafyrirtækin og reyna að loka kortunum. Þau voru bara, "jább, flott, búið að loka kortinu, eitthvað annað sem ég get gert fyrir þig?" Ég alveg skjálfandi á beinunum en daglegt brauð fyrir þetta fólk.

En þegar allt kom til alls þá er ég svo fegin að þeir tóku ekki dót sem var einhvers virði fyrir mig að ég er alveg himinlifandi með þetta rán. En hvað þetta er eitthvað furðulegur raunveruleiki sem við búum í.

13.4.05

Þegar neyðin er stærst...

Ég opnaði augun og sá að klukkan var 10:29 (við höfðum verið á skralli með Jesper nokkrum frá Aarhus og ekki komið heim fyrr en klukkan 3 um nóttina) og það kom til mín að tími sem ég verð að mæta í byrjar klukkan 10:30. (Maður myndi ekki halda að það ætti að vera vandamál að koma sér í þennan tíma...) Í einni hendingu kasta ég nokkrum spjörum yfir mig, hendist í rúlluskautana og þeyti af stað eins og heil fjölskylda væri í lífsháska. 10:37 og ég sat í skólastofunni, eiturhress eftir morgunleikfimi dauðans.

Það er nú frekar ljúft að vera í það áhugaverðum kúrs að maður veður eld og brennistein (eða annað "substantially equivilent") til að komast í hann. Það eina sem var að ég hafði ekki borðað morgunmat né tekið með mér nesti og í öllum hamagangnum gleymdi ég að hafa með mér veskið. Og ég er í tímum samfleytt allan daginn á miðvikudögum. Frekar ómögulegt þar sem ég vildi ekki sleppa neinum tíma og var farin að verða frekar svöng. En þar sem ég stend milli stríða að laga mér te kemur strákur sem ég kannast lítilega við og tekur allan vafa af því hverra þjóða hann er með því að kasta á mig "Hi Tina, how are you?" Ég er alltaf í stökustu vandræðum með það hvernig ég á að bregðast við þessu kurteisishóti en næ að stynja upp "ehh, yes, ehh.. fine, thanks" En ég var náttúrulega langt frá því að vera "fine" og ég er hrikalega léleg í því að ljúga og hann áttaði sig eitthvað á því... Eftir að við skiptumst á nokkrum setningum til viðbótar er ég komin með rjúkandi núðlusúpu og stórt glas af kakói.

Ég get vart hugsað mér betri endir á sögu en "... rjúkandi kakó". Þótt að mér finnist kakó alls ekki gott í raunveruleikanum finnst mér fátt betra hugmyndafræðilega. Ég hugsa að þetta hafi eitthvað að gera með að sögur sem eru lesnar fyrir mann á krítísku tímabili þar er "gott" = fransbrauð með sultu, rjúkandi kakó, og annað í þeim dúr.

11.4.05

Kína

Kína er að mínu mati með merkilegri löndum. Fólksfjöldinn er útí hött. Fólksfjölgun er í góðum málum. Stjórnarfarið á sér enga hliðstæðu en gengur upp en virðist ganga upp og efnahagurinn á blússandi siglingu. Eftir að Yangtze áin flæddi yfir bakka sína sumarið 1998, svipti þúsundir manna lífið og olli heilmiklu tjóni gaf rískistjórnin út yfirlýsingu um að hætt yrði að höggva tré á svæðum þar sem áin fer í gegn. Skógarhöggsmenn urðu að gróðursetningamönnum. Öxum var lagt og skóflur mundaðar. Kína varð þar með með fyrri þróunarríkjum til að átta sig opinberlega á því að lifandi tré er meira virði en hoggið tré.

Ástæðan fyrir því að ég fór að skrifa blogg um Kína er að ég sá bloggið hjá þessum íslenska/kínverska strák sem mér fannst svaka gaman að lesa.

Það er skorkvikindi í húsinu

Margfætla sem er um 5cm á lengd með lappir um 2cm á lengd er hérna á veggnum heima hjá mér, hérna rétt við hliðiná mér, og ég er alveg róleg í sambandi við það. Eða þannig. Innan í mér er allt í rugli en útá við er ég róleg. Í gömlu íbúðinni voru kakkalakkar en í þessari nýju eru margfætlur.

Leila vinkona mín og lífsvinur er búin að sannfæra mig um að það sé gott í mörgum mismunandi skilningum að bjóða margfætlum að deila húsakynnunum sínum. Í fyrsta lagi borða þær moskítóflugur í hvert mál og síðan koma þær með lukku á heimilið. Þar að auki gera þær mannfólkinu ekki neitt. Ég verð að viðurkenna að ég kann mun betur við margfætlur heldur en kakkalakka. Það versta sem ég get hugsað mér að framtíðin beri í skaut sér er að kakkalakkar verði ráðandi á þessari plánetu. Og mér finnst það satt að segja ekki svo ólíklegt.

Jæja, þá er margfætlan skriðin inn í einhverja sprungu. Ég vona bara að hún endi ekki í rúminu... Æ æ, maður á bara ekki að hugsa um margfætlur í meira en 7 sekúndur samfleitt. Verð að æfa mig í occlumency. Leyfa ekki hugsunum um skordýr að laumast inn.

10.4.05

Jazz jazz jazz

Sunnudagar eru languppáhalds dagarnir mínir. Og þessi sunnudagur er með þeim betri sem ég man eftir. Við Óli fórum saman að klifra lengst upp í suburb. Það var hlýtt í veðri og sólin skein. Ég var með smá bakþanka yfir að vera að fara inn í þessari blíðu en þeir hurfu nú alveg um leið og við byrjuðum að klifra. Ég hef bara sjaldan átt svona góðan dag. Endaði með því að klifra skemmtilegustu innibraut sem ég hef nokkurn tíman klifrað. Og hún var 5.11+ Hún var svo skemmtileg að það var fáránlegt. Ég fékk klifur-fullnægjingu. Og ég hélt ekki að það væri til. Svakaleg upplifun.

Síðan komum við heim í HP og fórum á tónleika með Ahmed Jamal. Hann er snillingur eins og flestir sem við sjáum á tónleikum. Þegar hann var þriggja var hann eitthvað að fíflast meðan frændi hans var að spila á píanó. Frændinn segir honum að koma og herma eftir sér og Ahmed litli sem aldrei hafði snert píanó spilaði nákvæmlega lagstubbinn sem frændinn spilaði. Eitt af því sem er gaman við að sjá jazz tónleika er að tónlistamennirnir hafa yfirleitt svo geðveikt gaman að því að vera að spila. Þeir hlæja og djóka sín á milli og sérstaklega Ahmed Jamal spilaði svo áreynslulaust að það leit út fyrir að hann væri að drekka vatn en ekki spila á píanó fyrir mörg hundruð manns. Hann er 75 ára og sprækari mann hef ég varla séð. Hann var alltaf að standa upp meðan hann var að spila. Hann stóð upp og hætti að spila, síðan byrjaði hann að slá á nokkrar nótur og dilla sér og síðan settist hann aftur niður. Það var svakalega skemmtilegt að sjá þennan mikla tónlistamann.

4.4.05

Brúðkaupssturta yfirstaðin

Fyrstu almennilegu kynni mín af bandarískri menningu átti sér stað í gær. Við frænkurnar fórum saman í para-brúðkaupssturtuna sem okkur Óla var boðið í, eða réttara sagt, herra og frú Jökulsdóttir. En Óli var upptekinn svo við fórum bara tvær. Við komum svolítið seint í herlegheitin og þegar við gengum inn sátu allir að snæðingi í kringum svaka stórt borð. Mér finnst ég verði að útskýra að ég sé þarna með myndalega stúlku með mér en ekki eiginmanninn eins og gert var ráð fyrir svo ég segi orðrétt "Hæ! I decided to ditch my husband and bring my girlfriend, this is Ólöf"

Öll samkundan bara missti hökuna í kjöltuna og starði á okkur. Verðandi brúðurin fattaði þetta og fór að hlæja en hún var sú eina sem fattaði djókið og síðan föttuðum við seinna að þetta hefði nú kannski verið einum of mikið af því góða því það þorði enginn að tala við okkur alla athöfnina og ein stelpa hún færði sig lengst frá okkur.

Það var farið í ýmsa leiki svo sem brúðkaupssturtu bingó og síðan opnuðu verðandi brúðhjónin pakkana. Ég hafði teiknað brúðhjón í sturtu á kortið og það vakti mikla lukku. Ekki síst vegna þess að einn strákur fattaði eftir gaumgæfilega athugun að þetta væri hand teiknað (!!) og var alveg "vá! það er eins og þetta sé hand teiknað" svaka hissa. Hún sleit tvennar slaufur sem foreldrarnir voru svaka ánægð með og allt í allt var þetta stórvel heppnuð sturta. Við Ólöf skemmtum okkur í það minnsta svakalega vel og lokaniðurstaða reynslunnar var að kannski var Guiding Light ekki svo ýkt eftir allt saman.

1.4.05

Lóa spóa frænkumús að koma!!!

Það er fyrsti apríl og Ólöf frænka mín hringir í mig og segist vera á leiðinni! Hún verði komin á flugvöllinn klukkan níu í kvöld.

Í því sem ég var að skrúbba klósettskálina í morgun (ef svo skyldi vera að hún væri ekki að gabba mig) þá kallar Óli
-Tinna Tinna! Komdu, það er spæta í trénu!
-Ha í alvörunni! (tréð fyrir utan gluggan okkar er alltaf með allskonar skrýtnum dýrum í) (Hendi af mér skúringahönskunum og kem hlaupandi)
-Já hún er þarna
-Ha hvar?
-Þarna!
-Ha? (rýni eitthvað útí buskann)
-Þú sérð hana örugglega betur ef þú ferð út á svalir. Hún er þarna aðeins bakvið þessa grein.
(ég er á nærbuxunum einum fata og pínulítilli bol-tusku)
-Hvað ertu að tala um maður, það er ískalt!!!
-hmmpsskvpp (Óli að springa yfir því hvað ég sé fattlaus)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?