13.12.04

No title

Jólaglöggið árlega var í gær. Svaka fjör að sjálfsögðu. Glöggið heppnaðist líka vel. Óli er orðinn svo reyndur. Og menn voru ánægðir með piparkökurnar, gestabókina og uxarlampann. Allt mjög þjóðlegt. Það komu líka nokkrir Íslendingar sem jók á þjóðlegheitin.

Við keyptum allt of margar mandarínur. Ekki kom það að sök því þegar ég fór niður í bæ í dag, í 10 stiga frosti til að leita að gjöf fyrir minn heittelskaða, þá tók ég með slatta af þeim og gaf síðan öllum sem báðu mig um pening. Og haldiði að þeir urðu ekki glaðir. Þeir ljómuðu upp eins og ég væri að gefa þeim gull.

Hrikalegt samt að hugsa til þess hvernig fólk hefur það sem stendur úti í 10 stiga frosti að bíða eftir að fólk aumkist yfir þeim og gefi þeim klink.

Við Óli leggjum af stað til Íslands á morgun og komum þá beint í afmæliskaffi til múttu minnar sem verður svaka gömul... nei auðvitað ekki, hún er ung sem rós.

Ég hlakka til að fá heimboð frá öllum vinum mínum sem voru að flytja að heiman í haust. Hint hint

Tinna

8.12.04

Jabadabadúúú

Ég ákvað þessa fyrirsögn í morgun þegar ég var á leiðinni í síðasta prófið. Það yrði nú alveg frábært að vera búin með þessa önn. Síðan er það einhvernveginn minna frábært þegar maður er búinn að taka prófið, það var svo erfitt og mér finnst að ég hefði átt að standa mig betur. Ég hefði átt að vera duglegri...

Jæja jæja. Ekki hægt að spá í því, bara gera betur næst og njóta þess að vera komin í jólaFRÍ. Jess.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?