30.4.04

fost i tolvuherbergi

Thessa stundina er eg fost i tolvuherberginu, buin ad skoda postinn minn og ekki annad ad gera en ad hripa nidur nokkrum ordum a blogg. A morgun erum vid ad halda matar veislu. Eg er ekkert sma spennt.

Vid fengum nefnilega senda til okkar skinku fra Spani (mmmm) og einnig eigum vid HEILT paskaegg i iskapnum. Thad er mjog merkilegt thvi thad er svo audvelt fyrir thau ad brotna. Allavegana, tha verdur tapas i forrett. Thessi skinka a braudi og lika eitthvad med luxus kaefu (mmm), tomatar med hvitlauk og allskonar... alveg fullt. I adalrett verda tveir ofnrettir. Lasagna og graenmetisrettur. Thetta er retturinn ur bokinni "olivuolia" og hann er guddomlegur, blodrukal, kjuklingabaunir, zucchini, ... Svaka gott. I eftirrett verdur sidan kaffi og paskaegg. Verdur thetta ekki svaka glaesilegt? Thad er nu engin spurning.

Vid erum buin ad bjoda ollu (naestum ollu) klifrugenginu, 10 manns, thad er med naumindum ad svo margir komast fyrir i stofunni en tha er bara skemmtilegra.

Jaeja, prentarinn buinn ad prenta, loksins. Goda helgi kaeru vinir og vandamenn.

28.4.04

fleiri myndir

Ég er alveg óstöðvandi með þessar myndir. Núna var ég að prófa svona yahoo forrit. Ég veit ekki alveg hvernig það virkar en hérna er slóðin: hóhó Þetta er nú ekki svo merkilegt, nokkrar myndir frá því þegar Óli átti afmæli og nokkrar af okkur að klifra. Síðan var ég búin að setja inn heilmargar frá Kaliforníu en einhverneginn "krassaði" forritið þegar þær voru að hlaðast inn og ég nennti ekki að gera þetta aftur, allavegana ekki í kvöld.

Fallegur dagur

Það er svaka fallegt í dag, sólskin og hiti. Mann langar ekki neitt til þess að hanga inni og vinna. Þess vegna fórum við nokkur suður í lítið mexíkanskt hverfi, fengum okkur tacos og spókuðum okkur aðeins í hádeginu. Það var mjög gaman, ég vissi ekki af þessu hverfi og það er frekar kósí, bakarí og fiskbúðir á götuhornum, ekki það venjulega hér í þessu landi.

27.4.04

Góða viku

Hæ hó! Vegna óteljandi fyrirspurna þá er ég búin að útbúa smá ljósmynda albúm. Það ætti að vera hér. Þetta er frá ferðinni okkar til Red Rocks að klifra í klettunum. Endilega kíkið á.

Það er allt gott af okkur að frétta. Helgin var góð. Við fórum í gymmið að klifra á sunnudeginum og allavegana ég reyndi svo mikið á mig við að reyna að klifra þessar 5.10 brautir (hef bara verið í 5.9) að ég er búin að vera alveg handónýt í dag og í gær. Óli fór til Justins að spila tölvuleiki á laugardaginn og þá nýtti ég tækifærið og fór í bæinn að versla, í bíó og að borða á leynistaðnum í Nordstrom, svaka gott. Ég sá City of God sem ég mæli mikið með, hún er mjög mjög góð. Þetta er örugglega fyrsta brasilíska myndin sem ég sé, hún var mjög vel gerð og mjög gaman að horfa á þótt umfjöllunar efnið sé kannski ekki beint skemmtilegt.

Ég má nú eiginlega ekki vera að þessu bloggi núna því ég þarf að lesa grein um setlög í miðjarðarhafinu. Höfundurinn er nefnilega að koma til Chicago, hún býr í Michigan, að tala við mig og David um rannsóknir sínar og segja okkur frá sínum uppgötvunum. Þetta tengist nefnilega módelinu mínu. Við erum komnar í samstarf, aðalega er hún náttúrulega í samstarfi við David en ég fæ að vera með sem er mjög spennandi svo ég þarf að vera vel undirbúin og búin að kynna mér þetta betur. Mér finnst ég líka svaka kúl að fá svona grein hjá höfundi áður en hún birtist, það er búið að samþykkja hana og hún verður birt eftir kannski 2 til 3 mánuði. Í Paleoceanography sem er mjög virt tímarit á þessum vettvangi. Svaka spennandi.

23.4.04

Ahhh, föstudagur

Föstudagar eru nú alveg yndislegir. Þá er frí í sjónmáli, helgin til að slaka á, spila tölvuleiki (hjá sumum) og síðast en ekki síst: kíkja í klifrusalinn og keyra sig alveg út. Hérna í deildinni minni eru föstudagar líka kósí dagar. Það eru tveir fyrirlestrar eftir hádegi. Yfirleitt eru gestafyrirlesarar sem segja frá sínum rannsóknum en stundum einhver úr deildinni. Fyrir hádegi er ég í kúrs sem er líka skemmtilegur. Hann er mjög óformlegur. Við erum um 5 eða 6 sem mætum á kaffistofuna/bókasafnið og ræðum um kaflann sem við lásum í bókinni sem við erum að lesa. Einn nemandi stjórnar umræðunum en allir taka þátt og yfirleitt eru þær líflegar, sérstaklega ef efnið er áhugavert. Aðal viðfangsefnið er efnafræði kolefnis í vatni. Svaka spennandi. Og þetta gefur ekki mikinn tíma til að gera einhverja vinnu... því miður :-)

22.4.04

Húrra húrra!!

Loksins loksins! Mikilvægur áfangi náður í starfi. Forrit virkar.

Þar sem ég skrifa þessi orð fæ ég sting í magan því það eru ófá skipti sem ég hef hrópað uppyfir mig af ánægju yfir því að vera loksins komin með eitthvað sem virkar, en þá hefur alltaf leynst villa og 5 mín síðan eða næsta dag kemst ég að því að eitthvað er í ólagi. Núna er ég líka orðin alveg klikkandi vitlaus á þessu forriti sem vill aldrei virka að þetta gæti verið tálsýn ein til að ég haldi heilsu... En ég er núna sannfærðari en áður að forritið eins og það er núna virki, annað mál er að það þarf að bæta við það nýjum eiginleikum.

Talandi um tálsýnir, þá heyrði ég þetta orð í fyrsta skipti þegar ég var 12 eða 13 ára og af samhenginu ályktaði ég að það væri eitthvað dónalegt og þorði því ekki að spyrja hvað það þýddi. Ég var farin að nálgast tvítugsaldur þegar ég loks komst að því að þetta er alls ekkert dónalegt orð og þýðir einfaldlega (fyrir þá sem þora ekki að spyrja) blekking. Að halda að maður sjái eitthvað sem er ekki að gerast, eða að halda að eitthvað sé eitthvað annað en það er. Hmm, hver sem vill má gjarnan setja inn betri skýringu.

Annars er bara allt gott að frétta frá Chicago. Það voru hér 28 gráður um helgina og við nutum þess í grillveislu á norðurhliðinni. (það er svaka fínt að fara norður.) Vorið er líka loksins komið. Tré eru öll í blóma og túlipanar að springa út. Litirnir brjótast í gegnum grámann sem er allsríkjandi á veturna. Allir fyllist bjartsýni og gleði (og tilfinningasemi!) þegar svona fallegt er um að litast.

16.4.04

myndir

hérna eru nokkrar myndir sem Sandy setti inn: MYNDIR


Halló!!

Hvernig stendur á því að 20*40 = 799.9999999999 Hvernig getur tölva verið svo vitlaus að halda það. Ég var einmitt að tala við vinkonu mína um hvað það getur stundum verið þreytandi að tölvur ljúga hvorki né gera mistök... Það mætti halda að mín sé í einhverri tilvistarkreppu. Urgh. Það nær nú engri átt hvað þessar elskur geta verið þreytandi, stundum verri en eiginmenn. Ehh, djók, auðvitað eru eiginmenn það besta í heimi :-D

Sól og hiti

Um leið og sólþyrstu gestirnir frá fróni kvöddu ákvað sólin að láta sjá sig. Hún skín núna sínu blíðustu geislum og hitinn er kominn upp fyrir 20 gráðurnar. Mig langar bara út á skauta eða sitja í grasinu eins og allir. Mmmm, svaka notalegt. Kannksi að við reynum að finna klifurvegg utandyra á morgun. Ég er annars strax byrjuð að skipuleggja næsta klifruferðalag. Það er til suður Illinois, 5 tíma akstur frá Chi. Það er smá grúppa sem er að fara. Verður örugglega æðislegt í þessu góða veðri. mmm, gott að lifa á vorin.

15.4.04

Rólegheit á ný

Eftir klifrið freistuðum við gæfunnar í Las Vegas. Mér fannst LV ekki svo spennandi þannig að ég nenni ekki að skrifa um það. Hins vegar var gaman að koma aftur til LA, Árdís og Dónald höfðu farið til Mexico á sama tíma og við fórum útum allt og við komum öll heim á saman tíma. Við höfðum það reglulega huggulegt, fengum osta og kavíar og þau opnuðu svaka fína rauðvínsflösku. Síðan var ekki um annað að ræða en að taka aðeins í spil og það endaði á því að við spiluðum póker fram á morgun. Ekki slæmt.

Þó svo við hefðum síðan farið heim til okkar í Chicago þá tók fríið alls engan endi. Gummi kom í heimsókn nokkra daga eftir að við komum heim og við fórum með hann útum allt. Í mjög marga og langa göngutúra. Hann hefur nefnilega svo gaman af því að ganga. Ég fór með hann að sjoppa og hætti ekki fyrr en drengurinn var kominn með hvorki meira né minna en 7 buxur og enn fleiri boli og peysur. Við fórum líka á söfn og garða, í passover mat og náðum í rif suðurfyrir en það er ekki hættulaust. Á föstudaginn langa komu síðan Valur frændi og Björg hans unnusta. Þeim sýndi ég um alla Chicago og við fórum öll á Navy Pier sem er svaka stórt túrista-thing en ekkert mjög spennandi. Við borðuðum á Eþíópískum veitingastað sem er einn besti veitingastaður sem við vitum um hérna, Í John Hancock á kokteilbarinn og síðan skoðuðum við hús eftir Frank Lloyd Wright en það er hverfi með fullt af húsum eftir hann hérna. Ég teymdi þau síðan að sjálfsögðu með mér að klifra og við fórum í mollið og á jazz búllu sem aumingja Óli missti af. En í gær fórum við á Kólumbískt steikhús og síðan á leikrit eftir á. Maturinn var æðislegur og leikritið alveg frábært. Það var ádeila á bandarískt samfélag og svo ógeðslega fyndið að það frussaði úr nefinu á okkur margarita. En við fengum nefnilega könnu af margaritu sem var ekki til að skemma fyrir.

Nú eru allir gestirnir haldnir heim á leið og komin ró í kotið. Ég held að allir skemmtu sér konunglega, allavegana gerði ég það, og ég vona að þið komið aftur seinna og líka allir sem eru að lesa þetta. Það er svo gaman að fara til útlanda og að fá fólk í heimsókn. Þá gerir maður loksins það sem mann langar til að gera og skoða og sjá.

13.4.04

Red Rocks

Jæja, afsakið þessa löngu bið mínir kæru lesendur. Ég er bara búin að vera á fullu með fullt húsið af gestum. En nú er ég komin í vinnuna aftur og þá er góður tími til að blogga.

Næsti áfangastaður var Red Rocks í Nevada. Þar ætluðum við að klifra og klifra og klifra. Og það gerðum við svo sannarlega. Við slóum upp tjaldinu við hliðiná Ethan og Elliot, en þeir voru komnir með svona reit þar sem mátti vera með þrjú tjöld. Sólin kom upp kl 6 og við þá líka. Það er ekkert smá ferskt að vakna kl 6 og vera strax úti. Því um leið og sólin kemur upp verður svo heitt í tjaldinu að það er ekki lengur líft í því, sérstaklega ekki vegna þess að maður er í -20 svefnpoka því það er svo kalt á nóttunni. Þannig að við fórum alltaf á fætur rétt um 6, Ethan eldaði þann besta hafragraut sem ég hef á ævinni smakkað og síðan lögðum við bara af stað að klettunum. Um 7. Mér fannst mjög merkilegt að geta farið svona snemma af stað. En jafnframt alveg æðislegt því þá var maður tilbúinn að klifra um 8. Alveg ótrúlegt. Hérna í Chicago eigum við Óli í mestu vandræðum með að vera mætt í vinnuna fyrir 10.

Allavegana. Þetta var besti hlutinn í fríinu. Náttúran þarna er svo ótrúleg, þetta er eyðimörk og sandar hvert sem maður lítur nema, það er eitt svaka stórt röndótt fjall og síðan "hrúga" af klettum, eldrauðum. Við vorum að klifra í hrúgunum og til að komast að svæðum þar sem er hægt að klifra er um hálftíma labb/brösótt fjallganga. Það var nú ekki síður skemtilegt að reyna að komast að veggjunum, við þurftum að príla upp og niður, inn í sprungur, yfir sprungur. Á einum stað var svo bratt að við vorum alveg dauðhrædd við að halda áfram, en síðan sáum við þarna fólk á sjötugsaldri rétt á undan okkur svo við urðum að halda áfram en ákváðum bara að setja á okkur hjálm.

Þarna er sandsteinn sem er mjög gott að klifra í, hann er svo passlega hrjúfur og fullt af ójöfnum og litlum pokum sem hægt er að ná góðu haldi í. Ég lærði að "lead"-a. En það er þannig að maður bindur reipið við sig, klifrar síðan upp og krækir það í klemmur eftir því sem maður fer upp. Síðan heldur félagi manns í reipið fyrir neðan mann, og ef maður dettur, þá er efsta klemman sú sem maður hangir í. Ég get ekki útskýrt þetta vel í stuttu máli, sjá mynd 2 á þessari síðu. Óli lærði líka að leiða (lead) og það er MEST gaman.

Við vorum þarna í 3-4 daga, grilluðum sykurpúða eins og sannir ameríkanar og höfðum það gott með strákunum og líka stelpu sem heitir Sandy og kom líka að klifra. Veðrið var æðislegt, sól og kannski aðeins of mikill hiti, en alveg yndislegt. Ohh, ég get ekki beðið eftir að við förum aftur.

Jæja, læt þetta duga í bili,
Tinna

1.4.04

Grand Canyon

Næsti dagur. Var vakin með harðri hendi fyrir allar aldir af elsku manninum mínum sem er vanur því að sofa í 3 tíma á nóttu því það var um að gera að fara að drífa sig af stað að sjá stærsta gljúfur í heimi. Allur dagurinn fór í keyrslu því þó að það heiti 6 tíma akstur milli LA og GC þá er ekki möguleiki fyrir okkur að keyra 6 tíma samfleitt. Við stoppuðum svona af og til á leiðinni til að skoða Mohabe eyðimörkina, þurftum reyndar varla að stoppa til þess, maður keyrir á gegnum hana í fleiri klukkutíma á leiðinni. En það er gaman að fá smá ´hands on´ eins og Kaninn segir. Á miðri eyðimörkinni er líka ungt hraun svo við stoppuðum aðeins til að skoða það. Það var gaman að sjá eitthvað sem maður þekkir en sem var samt öðruvísi útaf sandblæstri ályktuðum við. Á leiðinni stoppuðum við líka í "bæ" úr DAOC og ég myndaði Óla þar í bak og fyrir. Man ekki alveg hvað hann heitir en Óli sendir hverjum sem vill mynd.

Okkur tókst ekki alveg að komast að Miklagljúfri svona í fyrstu atrennu. Við gistum frekar á móteli í bæ sem hefur séð fífil sinn fegri, þegar Highway 66 var og hét. Það eru 40 ár síðan hann var meira og minna lagður niður svo pleisið var frekar ... gamaldags. En við létum það ekki á okkur fá.

Eftir góðan morgunmat undir berum himni héldum við loks af stað. Það er nú ekki hægt að lýsa þessu náttúrufyrirbrigði með orðum svo ég ætla bara ekkert að reyna það mikið.

Við tjölduðum á skika sem við fundum loks. Hér þarf maður yfirleitt að finna sér "skika" til að tjalda á á tjaldstæðum. Það er ekki svona grasvöllur eins og heima þar sem maður bara tjaldar þar sem er pláss. Heldur eru fullt af númeruðum skikum með bílastæði og maður verður að keyra í gegnum allt bílastæðið til að finna einn lausan. Getur verið tricky. Fórum síðan að sofa, sem var heldur ekki auðvelt því það er ekki eins og það sé gras á þessum skikum. Bara sandur og möl. Örugglega aðalástæðan fyrir öllum þessum RV-um. Skiptir engu. Það svakalega var að Óli hafði lesið það í bók að sólarupprásin á þessum stað væri ómissandi.

Þökk sé sandinum og mölinni vorum við í litlum vandræðum með að vakna FYRIR sólarupprás sem er um 6 leytið. Engin vekjaraklukka, ekkert wake-up call, ekkert. Það var mjög gaman að sjá sólina koma upp. Hvernig gljúfrið var smám saman baðað sólinni, það var mjög skemmtilegt. Síðan var ekki verra að klukkan átta vorum við búin að borða morgunmat, pakka saman tjaldinu og öllu og lögð af stað í göngu meðfram brúninni. Reyndar vorum við þá búin í göngunni (20 km) og uppgefin rétt rúmlega hádegi en það var samt bara ágætt, þá var nægur tími til að slaka á.

Pasadena

Næsta dag fór Árdís með okkur í túristahringinn. Í Hollywood. Fyrirheitna borgin í fyrirheitnalandinu. Ég var víst aðeins búin að minnast á það. Ég lét Óla taka mynd af okkur Árdísi við stjörnu Britney Spears. Hún var ekkert ofsakát með það, Árdís það er að segja. En mér fannst það sniðugt. Eftir Hollywood fórum við á suður indverskan veitingastað sem er með það góðum mat að meira að segja Óli er núna kominn með smekk fyrir ekki bara indverskum mat heldur líka grænmetismat. Þetta var nefnilega bara grænmetisstaður og þykir það hár klassi í Indlandi, að bjóða bara upp á grænmeti. Mér finnst það ekkert skrýtið, þetta var svaka ljúffengur matur.

Um nóttina spiluðum við síðan spil sem félagi þeirra Árdísar og Dónald á. Það snerist um að byggja lestarteina um Evrópu og flytja dót á milli borga. Skemmtilegt spil en ég mæli með því að spila það á daginn, eða um kvöld. Þetta varð síðan til þess að við sváfum fram á miðjan dag en það var samt allt í lagi. Þegar við vöknuðum fórum við nefnilega til Peets, og fengum kaffi. En Peets coffee er keðja sem er með svaka gott kaffi, og hún er til í Chicago en bara uptown. Síðan fórum við í svaka flottan garð, Huntington gardens og skoðuðum allavegana kaktusa og skrýtnar plöntur. Það var mjög gaman, þarna er líka rósagarður og bambusar garður/skógur. Árdís sýndi okkur síðan um Caltec, það er mjög glæsilegur campus en efirminnilegast var að skoða "the bubble chamber" sem er "einfalt" tæki þróað í Caltec sem notað er til að skoða eindir sem þjóta um okkur öllum stundum. Að amerískum sið grilluðum við síðan hamborgara um kvöldið, (Amerískur siður endar) drukkum freyðivín og spiluðum Settlers og póker fram eftir nóttu. Og þar með lauk Pasadena upplifunin okkar í bili.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?